Mjólkurvörur hækka aftur í verði Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 11:30 Kostnaður bænda vegna framleiðslu mjólkurvara hefur farið hækkandi. Vísir/Vilhelm Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl. Í gær, 4. apríl, hækkaði svo heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem verðlagsnefnd búvara verðleggur almennt um 4,47 prósent. Að sögn Aðalsteins H Magnússonar, sölu og markaðsstjóra hjá MS, mun heildsöluverð fyrirtækisins til verslana hækka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun frá 1. desember 2021. Þá hækkaði lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda um 3,38% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt um 3,81%. „Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Að sögn verðlagsnefndarinnar verður verðákvörðun tekin til endurskoðunar í maí þegar betri upplýsingar liggja fyrir um áhrif sérstaks stuðnings sem greiddur var út til að koma til móts við áburðaverðshækkanir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá MS. Landbúnaður Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48 Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í gær, 4. apríl, hækkaði svo heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem verðlagsnefnd búvara verðleggur almennt um 4,47 prósent. Að sögn Aðalsteins H Magnússonar, sölu og markaðsstjóra hjá MS, mun heildsöluverð fyrirtækisins til verslana hækka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun frá 1. desember 2021. Þá hækkaði lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda um 3,38% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt um 3,81%. „Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Að sögn verðlagsnefndarinnar verður verðákvörðun tekin til endurskoðunar í maí þegar betri upplýsingar liggja fyrir um áhrif sérstaks stuðnings sem greiddur var út til að koma til móts við áburðaverðshækkanir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá MS.
Landbúnaður Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48 Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent