Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:31 Strákarnir í þættinum Lögmál leiksins fóru um víðan völl í „Nei eða já“ í síðasta þætti. Stöð 2 Sport Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira