Oftast liggur annar hvor hnefaleikamaðurinn í valnum eftir högg í hringnum en svo var nú ekki raunin í bardaga þeirra Irving Turrubiartes og Gerardo Valenzuela.
Þeir mættust í hringnum í Rodrigo M. Quevedo höllinni í Chihuahua sem er borg í norðurhluta Mexíkó.
++Referee Jesus Granados had to be treated outside of the ring following a heavy hit to his chest from fighter, Irvin Turrubiarteshttps://t.co/ddrXpIK2UC
— SportsJOE (@SportsJOE_UK) April 5, 2022
Þriðja lota bardaga þeirra Turrubiartes og Valenzuela endaði illa fyrir dómarann Jesús Granados.
Rétt áður en lotunni lauk þá varð dómarinn nefnilega fyrir slysahöggi. Annar hnefaleikakappanna hitti ekki mótherjann en hitti þess í stað dómarann í brjóstkassann. Dómaranum tókst að klára lotuna en leitaði sér síðan aðstoðar við rimlana.
Hann slá síðan flatur og leit ekki vel út þegar menn voru að huga að honum. Dómarinn var síðan borinn út úr salnum á börum og fluttur inn á sjúkrastofu hallarinnar.
TV Azteca sýndi bardagann og komst seinna að því að dómarinn hafi getað gengið sjálfur út og að hann hafi sloppið mun betur en leit út fyrir.
Irving Turrubiartes tryggði sér síðan sigur í bardaganum með rothöggi í sjöundu lotu.
Hér fyrir neðan má sjá slysahöggið sem óheppni dómarinn varð fyrir.
ALERTA El réferi recibe un golpe accidental en el ring y no puede permanecer más, siendo sacado en camilla. ¡Impactante momento!#BoxAzteca
— TV Azteca Deportes (@AztecaDeportes) April 3, 2022
EN VIVO AQUÍ: https://t.co/QnbQMJjOYm pic.twitter.com/WRJKhFlVvH