„Algengasta breytingin sem notendur Twitter hafa beðið um undanfarin ár er breytingatakki,“
sagði Jay Sullivan hjá Twitter. Hann bætti því við að fólk vilji geta lagað mistök og stafsetningavillur og vinni í kringum þetta í dag með því að eyða tístum eða endurtísta. Hann sagði að fleiri breytingar væru einnig væntanlegar sem munu gera notendum kleyft að stjórna upplifun sinni á forritinu betur.
now that everyone is asking
— Twitter Comms (@TwitterComms) April 5, 2022
yes, we ve been working on an edit feature since last year!
no, we didn t get the idea from a poll
we're kicking off testing within @TwitterBlue Labs in the coming months to learn what works, what doesn t, and what s possible.
Elon Musk stærsti utanaðkomandi eigandinn
Stuttu fyrir tilkynninguna keypti Elon Musk 9,2 prósent í fyrirtækinu en kaupin voru metin á 2,9 milljarða Bandaríkjadali eða sem nemur um 375 milljörðum íslenskra króna.
Á þriðjudaginn stóð hann fyrir könnun á Twitter þar sem hann spurði hvort notendur vildu breytingatakka. Þrír af hverjum fjórum svöruðu játandi. Twitter tók það þó fram að hugmyndin væri ekki komin út frá skoðanakönnun heldur hafi verið í þróun frá því í fyrra.
Do you want an edit button?
— Elon Musk (@elonmusk) April 5, 2022
Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla hefur þó gefið það til kynna á sínum miðli að hann standi að baki breytinganna sem séu væntanlegar. Hann er stærsti hluthafinn í Twitter eftir kaupin.
— Elon Musk (@elonmusk) April 7, 2022