Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 08:53 Bjarni upplýsti nú í morgun að hann hafi fyrst séð lista yfir þá sem keyptu í lokuðu útboði á stórum hluta Íslandsbanka. Salan er umdeild og það vakti athygli að meðal kaupenda er faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson en valið var sérstaklega í hóp þeirra sem fengu að kaupa. Bjarni segir það ekki hafa verið á sinni hendi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22