Áhyggjulaus á meðan það er frost Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2022 09:01 Úr Hlíðarfjalli. Vísir/Arnar Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“ Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“
Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00