John B á Íslandi um páskana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 19:31 John B Aðsent Tónlistarmaðurinn John B kemur fram á Húrra miðvikudaginn 13. apríl og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa sem fagna tíu ára starfsafmæli á þessu ári. Hann ætti að vera landsmönnum kunnugur því þetta er í fjórða skipti sem hann heimsækir Ísland og hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves hátíðinni. John B á farsælan feril sem drum & bass tónlistarmaður og plötusnúður, með lögum eins og „Up All Night“, sem kom út á Metalheadz útgáfu Íslandsvinarins Goldie, en einnig sem meðhöfundur þekktra popplaga eins og „Here I Am“ með Nicki Minaj. Þrátt fyrir að hafa byrjað ferilinn í harðari kima drum & bass tónlistar hefur hann farið um víðan völl og gert bæði latín, trans og popp skotna tónlist með léttum 80s blæ. Í COVID-19 heimsfaraldrinum hefur hann notið mikilla vinsælda á Twitch þar sem hann streymir líflegum DJ settum. „Í gegnum árin hefur John B verið fastagestur hér á landi og því fannst okkur við hæfi að fá hann aftur til landsins til að fagna tíu ára starfsafmæli okkar,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. „Tónlist hans höfðar til breiðs hóps og þar sem hann naut mikilla vinsælda á Íslandi í kringum aldamótin mun hann einblína á árin 1995 til 2005 þegar hann kemur að spila núna um páskana.“ Ásamt John B koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben og Tálsýn mun sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook viðburði Hausa. Hér fyrir neðan má heyra lagið Up all night. Tónlist Íslandsvinir Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hann ætti að vera landsmönnum kunnugur því þetta er í fjórða skipti sem hann heimsækir Ísland og hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves hátíðinni. John B á farsælan feril sem drum & bass tónlistarmaður og plötusnúður, með lögum eins og „Up All Night“, sem kom út á Metalheadz útgáfu Íslandsvinarins Goldie, en einnig sem meðhöfundur þekktra popplaga eins og „Here I Am“ með Nicki Minaj. Þrátt fyrir að hafa byrjað ferilinn í harðari kima drum & bass tónlistar hefur hann farið um víðan völl og gert bæði latín, trans og popp skotna tónlist með léttum 80s blæ. Í COVID-19 heimsfaraldrinum hefur hann notið mikilla vinsælda á Twitch þar sem hann streymir líflegum DJ settum. „Í gegnum árin hefur John B verið fastagestur hér á landi og því fannst okkur við hæfi að fá hann aftur til landsins til að fagna tíu ára starfsafmæli okkar,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. „Tónlist hans höfðar til breiðs hóps og þar sem hann naut mikilla vinsælda á Íslandi í kringum aldamótin mun hann einblína á árin 1995 til 2005 þegar hann kemur að spila núna um páskana.“ Ásamt John B koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben og Tálsýn mun sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook viðburði Hausa. Hér fyrir neðan má heyra lagið Up all night.
Tónlist Íslandsvinir Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira