Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 16:21 Halldóra Mogensen þingmaður Pírata tilkynnti að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund til að ræða þá kröfu stjórnarandstöðu að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis sem fara eigi í saumana á umdeildu útboði, sem fram fór fyrir tveimur vikum, á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar. Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14