Gamli turninn á Lækjartorgi fær nýtt hlutverk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:42 Turninn var upprunalega reistur á Lækjartorgi árið 1907 en fór í kjölfarið á nokkuð flakk áður en hann fékk aftur sinn sess á torginu árið 2010. Reykjavíkurborg Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað. Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað.
Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28