Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:00 Þröstur Emilsson hóf störf hjá ADHD-samtökunum árið 2015 en hann starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Honum var sagt upp störfum eftir að upp komst um fjárdráttinn árið 2018. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna. Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna.
Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42