Volaða land keppir í Cannes Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 13:57 Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein