Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í Ingólfsstræti.
„Árásarþoli var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann fór samstundis í aðgerð vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Þegar þetta er ritað er hann enn í aðgerð og ekki ljóst hvort viðkomandi er í lífshættu eða ekki,“ segir í skeyti lögreglunnar til fréttastofu, sem barst upp úr klukkan 7 í morgun.
Þá segir að hinir handteknu verði yfirheyrðir síðar í dag vegna málsins.