Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 19:31 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams er einn eigenda Priksins. Vísir/Egill Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“ Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“
Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira