Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 11:06 Veðurstofan er með sólarhringsvakt og náttúruvársérfræðingur segir að grannt verði fylgst með virkninni. Vísir/Egill Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent