Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bolton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 10:01 Jón Daði skorar annað mark sitt um helgina. Twitter@OfficialBWFC Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim. Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira