Okkar uppáhalds Systur eru á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision Elín, Beta og Sigga voru í Madrid um helgina og tóku þar skemmtilega mynd.
Birgitta Líf birti fallega paramynd af sér og Enok á Instagram.
Bubbi Morthens sýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn.
Áslaug Arna naut veðurblíðunnar eftir páskareiðtúr með fjölskyldunni.
Sunneva Einars fann himnaríki í Róm á Ítalíu.
Leikkonan Júlíana Sara er í Barcelona.
Nína Dögg var í Arizona í góðum félagsskap.
Björk Guðmundsdóttir mætti á frumsýningu Northman. Hún segist stolt að hafa tekið þátt í verkefninu.
Jón Jónsson birti skemmtilega afmælismynd af dótturinni, Sigríði Sól.
Salka Sól hélt upp á 34 ára afmælið í faðmi fjölskyldunnar.
Páll Óskar birti mynd af sér kósýpeysu eftir bestu páskahelgi sem hann hefur lifað.
GDRN tilkynnti að hún ætlar að gefa út lag síðar í mánuðinum ásamt Magnúsi Jóhanni.
Kristín Pétursdóttir birti mynd af sér og Stormi í versluninni Andrá.
Svala birti mynd af pabba í tilefni afmælisins.
„þú ert minn klettur og áttaviti í lífinu og ég er þakklát fyrir þig alla daga! Ég elska þig endalaust.“
Egill Ploder birti sæta fjölskyldumynd. Hann á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum.
Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu. Króli, Katla Njálsdóttir, Reykjavíkurdóttirin Dísa og söngvarinn Eyþór Ingi eru á meðal aðalleikara sýningarinnar.
Pattra tilkynnti að dóttirin hefur fengið nafnið Aurora Thea.
Steindi sendi páskakveðju frá Damörku. Hann fór þar meðal annars með alla fjölskylduna í Legoland.
Deja Vu skrifar Herra hnetusmjör við þessa mynd.
Inga Lind skoðaði Empire State bygginguna í New York.
Fanney Ingvars Trendnet bloggari drakk morgunbollann á pallinum í sólinni í bústað.
Arnar Dan leikari birti mynd af fimm manna fjölskyldunni.
„...lífið býður til veislu á hverjum degi.“
Katla Njálsdóttir leik- og söngkona var spennt fyrir frumsýningu fyrsta þáttarins af Vitjanir.
Leikarinn Jói Jóhannsson birti mynd af sér ásamt Söru Dögg Ásgeirsdóttur, sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Vitjanir.
Knattspyrnukonan Sara Björk birti krúttlega fjölskyldumynd.
Birgitta Haukdal birti rándýra söngdívumynd frá Roxette heiðurstónleikunum.
Beggi Ólafs er einhleypur á Tenerife. Hann tilkynnti um páskana að hann er að fara að flytja til Bandaríkjanna á fullum námsstyrk í doktorsnám í sálfræði.
Elísabet Gunnars er á fullu í framkvæmdum á nýja heimilinu.
Birgit Steinn fór í jarðböðin við Mývatn.
Emmsjé Gauti smellti í gluggasjálfsmynd af fjölskyldunni um páskana.
Leikkonan Elma Stefanía eyddi páskunum á Kanarí.