Ronaldo og Georgina Rodriguez, kærasta hans, áttu von á tvíburum en aðeins annað barnanna lifði fæðinguna af.
United sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Ronaldo, sem skoraði þrennu í sigrinum gegn Norwich á laugardag, hefur verið gefinn tími til að syrgja son sinn og verja tíma með fjölskyldu sinni.
Á heimasíðu United segir: „Fjölskyldan er mikilvægari en nokkuð annað og Ronaldo er að styðja sína nánustu á þessum gríðarlega erfiðu tímum.“
Ronaldo og Rodriguez sendu frá sér yfirlýsingu í gær og sögðu missi sinn þann mesta sem foreldrar gætu upplifað. Aðeins fæðing dóttur þeirra gæfi þeim styrk til að lifa af með einhverja von og hamingju í brjósti.
Stuðningskveðjur hafa borist fjölskyldunni jafn frá keppinautum sem samherjum Ronaldos og hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.
Your pain is our pain, @Cristiano
— Manchester United (@ManUtd) April 18, 2022
Sending love and strength to you and the family at this time. https://t.co/24oyEV8CQi
Thoughts are with you and Georgina brother I m so sorry
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 18, 2022
All of us here at Liverpool FC send our deepest condolences to you, Georgina and the family
— Liverpool FC (@LFC) April 18, 2022
Sending our heartfelt condolences to you and your family for your unimaginable loss.
— Sir Kenny Dalglish (@kennethdalglish) April 18, 2022
Everyone at Manchester City sends our deepest condolences to you and Georgina.
— Manchester City (@ManCity) April 18, 2022