Ánægja með söluna er mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins en 30 prósent þeirra segjast ánægðir með hvernig til tókst. Samkvæmt Fréttablaðinu eru hið minnsta 78 prósent kjósenda allra annarra flokka óánægðir með söluna.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skera sig einnig úr þegar kemur að rannsókn á sölunni en á meðan 80 prósent í heild vilja að rannsóknarnefnd verði skipuð um málið, er hlutfallið meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðeins 38 prósent.
Stjórnvöld greindu frá því í gær að ríkisstjórnin hygðist leggja til að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður. Þá kom fram í tilkynningu frá stjórnarflokkunum, sem birtist á vef Stjórnarráðsins, að salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hefði ekki staðið undir væntingum.
Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina hins vegar um að velta ábyrginni á sölunni yfir á Bankasýsluna en það sé fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sem beri pólitíska ábyrgð á málinu.