Sjálfstæðisflokkurinn vill hjólreiðaáætlun og áherslu á barnvæna borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2022 14:26 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur mikla áherslu á að borgin verði barnvæn og fjölskyldur verði settar í forgang. Þá ætlar flokkurinn að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, sem kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í dag. Þar segir að lögð verði sérstök áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn til að stunda íþróttir og tómstundir. „Við ætlum að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Þá leggur flokkurinn áherslu á svokallaðan foreldrastyrk fyrir foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilkynningunni. „Við ætlum að hækka frístundakortið í 70 þúsund krónur árlega og tryggja aðgang að kortinu fyrir börn frá 5 ára aldri. Þá viljum við að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sé forgangsraðað í þágu barna og ungmenna.“ Vill húsnæðisuppbyggingu og lausn á samgönguvandanum Þá segist flokkurinn vilja að borgin verði eftirsóknarverður fyrir fólk á öllum aldri, meðal annars með því að setja á fót nýsköpunarþorp í Örfirisey með áherslu á hugvitsdrifna starfsemi. Þá vilji flokkurinn búa betur að eldri Reykvíkingum með uppbyggingu lífsgæðakjarna og auknum afsláttum af fasteignagjöldum. Þá eigi að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar innan hverfa sem hafi til þess svigrúm. „Samhliða ætlar flokkurinn að fjölga 15 mínútna hverfum og efla nærþjónustu hverfanna. Við leggjum áherslu á öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa og hyggjumst setja á laggirnar stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum.“ Hildur segir þá í tilkynningunni að lögð verði áhersla á lausn samgönguvandans með fjölþættum lausnum. Byrja eigi að byggja upp Sundabraut á kjörtímabilinu, innleiða hjólreiðaáætlun af krafti, fjölga heitum stígum í borginni og byggja upp öflugar almenningssamgöngur. Eftirfarandi eru lykiláherslur flokksins í komandi kosningum: Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, sem kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í dag. Þar segir að lögð verði sérstök áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn til að stunda íþróttir og tómstundir. „Við ætlum að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Þá leggur flokkurinn áherslu á svokallaðan foreldrastyrk fyrir foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilkynningunni. „Við ætlum að hækka frístundakortið í 70 þúsund krónur árlega og tryggja aðgang að kortinu fyrir börn frá 5 ára aldri. Þá viljum við að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sé forgangsraðað í þágu barna og ungmenna.“ Vill húsnæðisuppbyggingu og lausn á samgönguvandanum Þá segist flokkurinn vilja að borgin verði eftirsóknarverður fyrir fólk á öllum aldri, meðal annars með því að setja á fót nýsköpunarþorp í Örfirisey með áherslu á hugvitsdrifna starfsemi. Þá vilji flokkurinn búa betur að eldri Reykvíkingum með uppbyggingu lífsgæðakjarna og auknum afsláttum af fasteignagjöldum. Þá eigi að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar innan hverfa sem hafi til þess svigrúm. „Samhliða ætlar flokkurinn að fjölga 15 mínútna hverfum og efla nærþjónustu hverfanna. Við leggjum áherslu á öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa og hyggjumst setja á laggirnar stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum.“ Hildur segir þá í tilkynningunni að lögð verði áhersla á lausn samgönguvandans með fjölþættum lausnum. Byrja eigi að byggja upp Sundabraut á kjörtímabilinu, innleiða hjólreiðaáætlun af krafti, fjölga heitum stígum í borginni og byggja upp öflugar almenningssamgöngur. Eftirfarandi eru lykiláherslur flokksins í komandi kosningum: Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15.
Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira