Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2022 16:24 Páll segir að mikilvægt sé fyrir Gabríel að hann gefi sig fram, þannig megi forða frekari skaða og vinna með honum að farsælli afplánun. vísir/vilhelm/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. „Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
„Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58