Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 18:53 Það sem af er ári hafa 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“ Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30