„Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Hafdís hefur menntað sig í tengslum við svefnvenjur barna. Það kannast eflaust margir foreldrar við svefnlausar nætur með ungabarn og oft á tíðum eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvernig þeir eiga snúa sér í þeim málum. Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira