Aldrei að vita nema Skin taki sviðsdýfu í Laugardalshöll Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. apríl 2022 16:31 Hljómsveitin Skunk Anansie mun spila hér á landi þann 29. apríl. Langþráðir afmælistónleikar Brit-rokksveitarinnar Skunk Anansie munu loksins fara fram hér á landi í lok mánaðarins. Hljómsveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu en söngkona sveitarinnar segist vera spenntust fyrir Íslandi af öllum áfangastöðunum. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram haustið 2020 en síðan skall á heimsfaraldur. Þá stóð til að halda tónleikana á síðasta ári en þeim var frestað aftur, fyrst vegna Covid-19 en svo vegna þess að Skin, söngkona sveitarinnar, varð móðir. Nú geta aðdáendur þó látið sér hlakka til, því hljómsveitin er loksins væntanleg til landsins og mun hún koma fram í Laugardalshöll þann 29. apríl. Spenntust fyrir Íslandi Skunk Anansie kom síðast hingað til lands árið 1997. Þau léku þá fyrir troðfullri Laugardalshöll og hafa beðið eftir tækifæri til þess að endurtaka leikinn. Sjá einnig: „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ „Við höfum aldrei komið á stað eins og Ísland. Við dvöldum bara í nokkra daga en við elskuðum landið. Það voru samt aðeins öðruvísi tónleikar, í þetta skiptið verður þetta risastórt. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi í svolítinn tíma og Ísland er sá staður sem við hlökkum hvað mest til að spila á af öllum stöðunum. Við erum rosalega spennt,“ sagði Skin í viðtali við Ívar Guðmunds á Bylgjunni. Gömlu smellirnir í bland við nýtt efni Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í tilefni 25 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. „Nú erum við að verða 28 ára,“ segir Skin og hlær. „En það þýðir bara að við erum með ennþá meira nýtt efni.“ Nýlega gaf hljómsveitin út lagið Can't Take You Anywhere sem hefur fengið góðar viðtökur. „Fólk er að elska það og fólk syngur með. Það er svo gaman. Nýju lögin okkar eru alveg jafn mikilvæg og þau gömlu. Nýju lögin eru þau sem halda okkur ferskum. En á sama tíma getum við ekki sleppt því að spila okkar vinsælustu smelli. Þannig þetta er bland af öllum plötunum okkar.“ Hætti að taka sviðsdýfur vegna Covid Heimsfaraldur hafði augljóslega mikil áhrif á áform hljómsveitarinnar. Skin greindi meðal annars frá því að hún væri hætt að taka svokallaðar sviðsdýfur. „Árið 2020 þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki tekið sviðsdýfur lengur vegna Covid. En það er aldrei að vita. Ég fékk Covid fyrir nokkrum mánuðum svo ég er sennilega ekki að fara smita neinn. Þannig við sjáum til.“ Hljómsveitin er virkilega spennt að koma aftur til Íslands og rífa þakið af Laugardalshöll. Þá er hún með sérstök skilaboð til aðdáenda sinna. Klippa: Skunk Anansie með skilaboð til aðdáenda Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50 Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram haustið 2020 en síðan skall á heimsfaraldur. Þá stóð til að halda tónleikana á síðasta ári en þeim var frestað aftur, fyrst vegna Covid-19 en svo vegna þess að Skin, söngkona sveitarinnar, varð móðir. Nú geta aðdáendur þó látið sér hlakka til, því hljómsveitin er loksins væntanleg til landsins og mun hún koma fram í Laugardalshöll þann 29. apríl. Spenntust fyrir Íslandi Skunk Anansie kom síðast hingað til lands árið 1997. Þau léku þá fyrir troðfullri Laugardalshöll og hafa beðið eftir tækifæri til þess að endurtaka leikinn. Sjá einnig: „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ „Við höfum aldrei komið á stað eins og Ísland. Við dvöldum bara í nokkra daga en við elskuðum landið. Það voru samt aðeins öðruvísi tónleikar, í þetta skiptið verður þetta risastórt. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi í svolítinn tíma og Ísland er sá staður sem við hlökkum hvað mest til að spila á af öllum stöðunum. Við erum rosalega spennt,“ sagði Skin í viðtali við Ívar Guðmunds á Bylgjunni. Gömlu smellirnir í bland við nýtt efni Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í tilefni 25 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. „Nú erum við að verða 28 ára,“ segir Skin og hlær. „En það þýðir bara að við erum með ennþá meira nýtt efni.“ Nýlega gaf hljómsveitin út lagið Can't Take You Anywhere sem hefur fengið góðar viðtökur. „Fólk er að elska það og fólk syngur með. Það er svo gaman. Nýju lögin okkar eru alveg jafn mikilvæg og þau gömlu. Nýju lögin eru þau sem halda okkur ferskum. En á sama tíma getum við ekki sleppt því að spila okkar vinsælustu smelli. Þannig þetta er bland af öllum plötunum okkar.“ Hætti að taka sviðsdýfur vegna Covid Heimsfaraldur hafði augljóslega mikil áhrif á áform hljómsveitarinnar. Skin greindi meðal annars frá því að hún væri hætt að taka svokallaðar sviðsdýfur. „Árið 2020 þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki tekið sviðsdýfur lengur vegna Covid. En það er aldrei að vita. Ég fékk Covid fyrir nokkrum mánuðum svo ég er sennilega ekki að fara smita neinn. Þannig við sjáum til.“ Hljómsveitin er virkilega spennt að koma aftur til Íslands og rífa þakið af Laugardalshöll. Þá er hún með sérstök skilaboð til aðdáenda sinna. Klippa: Skunk Anansie með skilaboð til aðdáenda
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50 Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50
Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15
„Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00