Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2022 11:24 Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin haldi ekki vatni. Baldur Hrafnkell Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01