Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:31 Valdimar Guðmundsson mundar básúnuna í eitt af mörgum skiptum á sviðinu í Eldborg á laugardagskvöldið. Spessi Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. Aldrei þessu vant hafði ég mætt í Hörpu fyrr um daginn þar sem tugir barna fermdust borgaralega á vegum Siðmenntar. Ræðumaður dagsins var Sólborg Guðbrandsdóttir, Keflvíkingur með meiru, breiddi út boðskap í Norðurljósasal á meðan rokkararnir hituðu upp í Eldborg. Sem sagt, Keflavík átti Hörpu með húð og hári þessa helgi. Setið í sætinu mínu Þetta laugardagskvöldið þurftu tónlistarunnendur að gera upp á milli tveggja frábærra kosta. KK hélt upp á 30 ára útgáfuafmæli Lucky One í Háskólabíó á sama tíma. Vinahópurinn skipti sér í tvennt. Helmingur heiðraði KK og helmingur Valdimar. Það má ekki taka drykki með í Eldborgarsalinn. Tímaskekkja? Veit ekki. Eftir hinn týpíska Hörpubjór í gleri, skolað niður á tveimur og hálfri mínútu, er bara að henda sér í salinn. Aðrar svalir nema hvað að það er setið í sætunum okkar. „Eru ykkar miðar kannski frá 2020?“ Þorvaldur Halldórsson fór á kostum á trommunum.Spessi Ekki til stress í húsinu. Smá misskilningur, færa sig einn rass og allir sáttir. Ballið er að byrja. Ljósin slokkna og á tjaldi á sviðinu má sjá myndefni frá Valdimar í leik og starfi undanfarinn áratug. Sofandi í rútunni, teygandi einn hrímaðan, bregða á leik og auðvitað að flytja ljúfa tóna. Tónlistin byrjar að duna og tjaldið fellur. Ekkert virtist til sparað enda biðin verið löng, og nú loks á enda. Fjórir stórir flekar voru á sviðinu þar sem sjá mátti tónlistarfólkið í nærmynd í gegnum alla veisluna. Bestu vinir Paddy's Áður en lengra er haldið verð ég að viðurkenna eitt. Ég þekki alls ekki katalóginn hjá Valdimar aftur á bak og áfram. Ég hef sungið um læti og ferðalag yfir borgina. Einhver kannast ég við en ég veit að þetta verður ekki kvöldið sem mennska karaókívélin syngur með öllum lögum. Sem betur fer fyrir nágranna mína á fyrstu svölum Hörpu. Ég naut hvers lags. Söngurinn hjá Valdimar er náttúrulega einstakur. Gullbarkinn sjálfur. Ótrúlega þéttur flutningur í boði tólfmenninganna sem stóðu vaktina á sviðinu í Hörpu og glæsileg sýning fyrir augað. Og góð stemmning. Allir komnir til að njóta. Bogi Nils forstjóri Icelandair var í stuði í næstu sætaröð, einn borgarbúi fyrir hverja tíu Keflvíkinga, og nærsveitunga. Högni Þorsteinsson og gítarinn eru bestu vinir.Spessi Ég þekki einn úr Garði. Hann var þarna. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ? Mættur. Sólborg Guðbrands? Jú, hún var bara í Hörpu allan daginn. Njarðvíkingar á borð við Óskar Örn fótboltakempu laumuðu sér líka með. Eini maðurinn sem sötraði sódavatn í hléi. Garðar Örn sem ræður ríkjum á Stöð 2 Sport lét sig ekki vanta. Ekki frekar en bestu vinir Paddy's. Takk fyrir Hörpu Eftir á að hyggja hefðu þessir tónleikar auðvitað átt að fara fram í Reykjaneshöllinni. Þetta grínaðist fólk með í spjalli sín á milli í Hörpu þetta kvöld. Hefðu líklega gert það hefði Harpa ekki orðið að veruleika, fyrir alla sína milljarða. Ég gæti ekki hugsað mér menningarlífið án Hörpu, þótt hún sé tiltölulega nýtilkomin. Auðvitað hefði mátt nýta peningana í eitthvað annað, en mikið er ég feginn að dæmið var klárað. Ingi Garðar Erlendsson var í banastuði á básúnunni.Spessi Það er ekkert hægt að líkja því saman að hlusta á okkar fremsta tónlistarfólk í Hörpu annars vegar eða Háskólabíó hins vegar. Hljóðgæðin í Hörpu eru frábær, öll sæti góð og hluti þess að hver einasta sála naut laugardagskvöldsins. Eiríkur Rafn Stefánsson kann betur á trompetið en flestir.Spessi Næst á dagskrá? Þjóðarleikvang takk. Heimili fyrir landsliðin okkar í íþróttum. Græja hið fyrsta, takk. Áróðri lokið. Ególaus Valdimar, og þó Valdimar lýsti því endurtekið yfir hvað það væri gaman að syngja fyrir fólkið. Loksins. Guðmundur Hermannsson faðir hans, kennari og tónlistarmaður, söng með honum í fyrsta laginu og var eini gestasöngvarinn í kvöld. Valdimar hefur sungið með margri kempunni og maður hefði getað ímyndað sér að einhverjir myndu kíkja í heimsókn. Viðkomandi hefði samt líklega þurft að vera Keflvíkingur á þessu kvöldi. Keflvískur moli Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983. Guðbrandur er faðir Sólborgar og Guðmundur faðir Valdimars. Valdimar grínaðist með þetta frábæra tilefni, tólf ára afmæli sveitarinnar. Valdimar sagði einstakan anda í sveitinni, sem væri laus við egó. Þannig hefði til dæmis enginn haft neitt á móti hugmynd Valdimars, að hljómsveitin héti - jú Valdimar! Ok, kannski eitt stórt egó í hljómsveitinni sagði Valdimar og hló. Salurinn líka. Söngelskir feðgar á sviði.Spessi Ryðgaður dans var síðasta lag fyrir hlé. Frábært lag sem lokaði flottum klukkutíma. Slagararnir eftir í seinni hlutanum og allir spenntir. Millifæra á morgun Létt Rómeó og Júlía stemmning í fyrsta lagi eftir hlé. Valdimar og Ásgeir komnir upp á fyrstu svalir, hvor á sínum kantinum og nú skyldi spilað án mögnunar. Gítarinn plokkaður á hægri svölum og Valdimar, þegar hann loksins heyrði í ljúfum tónum Ásgeirs, söng með. Hvor með sitt ljósið á sér og gaf ljúfan tón fyrir seinni hálfleikinn. Örn Eldjárn spilaði ýmist á gítar eða bassa þetta laugardagskvöldið.Spessi Valdimar spilar sem kunnugt er á básúnu en blásturshljóðfærin hafa einkennt lög sveitarinnar í gegnum tíðina. Flott sveit blásara þétti flutninginn í Eldborg þetta kvöld. Auk sexmenninganna í sveitinni spilaði Örn Eldjárn ýmist á gítar eða bassa af sinni alkunnu snilld og fimm manna blásaragrúppan sýndi listir sínar þess á milli. Blásarasveitin lét vel í sér heyra. Bergrún Snæbjörnsdóttir og Sigrún Jónsdóttir voru þar í lykilhlutverkum.Spessi Þeir félagarnir Valdimar og Ásgeir, sem höfðu sig mest frammi í samskiptum við áhorfendur, auglýstu vínylplötur sínar til sölu að tónleikum loknum. Þau kaup yrðu þó að fara fram samkvæmt áður óþekktu heiðursmannasamkomulagi. Kannski sérkeflvískt? Fólk mátti taka plöturnar með þeim og svo bara muna að leggja inn daginn eftir. Eflaust einhver uppnuminn sem greip tvær plötur eftir tónleika og áttaði sig svo á því á Reykjanesbrautinni að hann átti ekki plötuspilara. Lagði hann samt inn? Hver veit. Vonandi samt því Ásgeir er tveggja barna faðir og þarf á aurnum að halda, eins og Valdimar grínaðist með. Eða ég held það hafi verið grín. Jú, það var grín. Eða hvað? Alvöru læti Þá var komið að síðasta laginu. Yfir borgina. Takk öll fyrir að koma. Einmitt, eins og þeir myndu ekki taka Yfirgefinn. Þeir sem hafa mætt á tónleika síðasta áratuginn vita að það verða aukalög. Það er hægt að ganga að því jafnvísu og að það verður hlé. Tónleikarnir þurfa að hafa gengið helvíti illa til að ekki verði aukalag. Tveggja barna faðir mundar gítarinn.Spessi Mig langaði ekkert eðlilega til að grípa í pörin tvö sem að tóku fötin sín og gengu út úr salnum að flutningnum loknum. Klappið byrjað. Ætlið þið í alvöru að missa af látunum? Sumu fólki er ekki viðbjargandi. Svipað og fólkið sem fer snemma heim af æsispennandi íþróttaleikjum til að sleppa við umferðina. En já, kempurnar úr Sunny Kef mættu aftur á svið og töldu í slagarann. Þeirra Satisfaction. Þeirra Yesterday. Þeirra With or Without you. Þeirra Yellow. Þá langaði mig til að vera á fremsta bekk. Eða á efstu svölum. Fólk hoppaði og öskraði. Lagið er svo sjúklega gott. Básúnustuðið í lokin. Mamma mía! Hið hugljúfa lag Ferðalag reyndist svo lokalag kvöldsins. Sem lauk á afar fallegri röddun flestra á sviðinu þar sem Valdimar söng lokatónana. Geggjað kvöld. Bærinn sem heldur áfram að gefa Keflavík. Reykjanesbær. Ytri og innri. Garður. Sandgerði. Ég fullyrði að ekkert svæði á Íslandi á jafnmikið inni og Suðurnesin. Stöðug tíðindi af atvinnuleysi, ólykt úr Helguvík og vonleysi í heilbrigðisþjónustu. En guð minn góður hvað þessi bær hefur gefið okkur og heldur áfram að gefa. Strákarnir í Valdimar eru náttúrulega hluti af ótrúlegri flóru lista- og íþróttafólks sem uxu úr grasi suður með sjó. Bítlabærinn sem færði okkur Hljóma og marga af bestu íþróttamönnum þjóðarinnar. Kristinn Evertsson á hljómborðinu. Hann er reyndar ekki frá Keflavík heldur borg óttans, Reykjavík.Spessi Það spilaði Keflvíkingur fyrir framan níutíu þúsund áhorfendur á Nývangi í Barcelona í síðustu viku. Önnur fótboltakempa var sú fyrsta frá Íslandi til að spila fyrir Liverpool. Pabbi hans var íþróttamaður ársins. Goðsögnin Olga Færseth er auðvitað frá Keflavík. Mætti lengi telja. Svæðið iðar af lífi, stækkar ört og heldur vonandi áfram að blómstra. Það gerði Valdimar svo sannarlega í Hörpu á laugardagskvöldið. Hópurinn þakkar fyrir sig.Spessi Þorvaldur á trommunum.Spessi Spessi Valdimar er sannarlega einn af bestu söngvurum landsins.Spessi Tónlist Harpa Reykjanesbær Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Aldrei þessu vant hafði ég mætt í Hörpu fyrr um daginn þar sem tugir barna fermdust borgaralega á vegum Siðmenntar. Ræðumaður dagsins var Sólborg Guðbrandsdóttir, Keflvíkingur með meiru, breiddi út boðskap í Norðurljósasal á meðan rokkararnir hituðu upp í Eldborg. Sem sagt, Keflavík átti Hörpu með húð og hári þessa helgi. Setið í sætinu mínu Þetta laugardagskvöldið þurftu tónlistarunnendur að gera upp á milli tveggja frábærra kosta. KK hélt upp á 30 ára útgáfuafmæli Lucky One í Háskólabíó á sama tíma. Vinahópurinn skipti sér í tvennt. Helmingur heiðraði KK og helmingur Valdimar. Það má ekki taka drykki með í Eldborgarsalinn. Tímaskekkja? Veit ekki. Eftir hinn týpíska Hörpubjór í gleri, skolað niður á tveimur og hálfri mínútu, er bara að henda sér í salinn. Aðrar svalir nema hvað að það er setið í sætunum okkar. „Eru ykkar miðar kannski frá 2020?“ Þorvaldur Halldórsson fór á kostum á trommunum.Spessi Ekki til stress í húsinu. Smá misskilningur, færa sig einn rass og allir sáttir. Ballið er að byrja. Ljósin slokkna og á tjaldi á sviðinu má sjá myndefni frá Valdimar í leik og starfi undanfarinn áratug. Sofandi í rútunni, teygandi einn hrímaðan, bregða á leik og auðvitað að flytja ljúfa tóna. Tónlistin byrjar að duna og tjaldið fellur. Ekkert virtist til sparað enda biðin verið löng, og nú loks á enda. Fjórir stórir flekar voru á sviðinu þar sem sjá mátti tónlistarfólkið í nærmynd í gegnum alla veisluna. Bestu vinir Paddy's Áður en lengra er haldið verð ég að viðurkenna eitt. Ég þekki alls ekki katalóginn hjá Valdimar aftur á bak og áfram. Ég hef sungið um læti og ferðalag yfir borgina. Einhver kannast ég við en ég veit að þetta verður ekki kvöldið sem mennska karaókívélin syngur með öllum lögum. Sem betur fer fyrir nágranna mína á fyrstu svölum Hörpu. Ég naut hvers lags. Söngurinn hjá Valdimar er náttúrulega einstakur. Gullbarkinn sjálfur. Ótrúlega þéttur flutningur í boði tólfmenninganna sem stóðu vaktina á sviðinu í Hörpu og glæsileg sýning fyrir augað. Og góð stemmning. Allir komnir til að njóta. Bogi Nils forstjóri Icelandair var í stuði í næstu sætaröð, einn borgarbúi fyrir hverja tíu Keflvíkinga, og nærsveitunga. Högni Þorsteinsson og gítarinn eru bestu vinir.Spessi Ég þekki einn úr Garði. Hann var þarna. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ? Mættur. Sólborg Guðbrands? Jú, hún var bara í Hörpu allan daginn. Njarðvíkingar á borð við Óskar Örn fótboltakempu laumuðu sér líka með. Eini maðurinn sem sötraði sódavatn í hléi. Garðar Örn sem ræður ríkjum á Stöð 2 Sport lét sig ekki vanta. Ekki frekar en bestu vinir Paddy's. Takk fyrir Hörpu Eftir á að hyggja hefðu þessir tónleikar auðvitað átt að fara fram í Reykjaneshöllinni. Þetta grínaðist fólk með í spjalli sín á milli í Hörpu þetta kvöld. Hefðu líklega gert það hefði Harpa ekki orðið að veruleika, fyrir alla sína milljarða. Ég gæti ekki hugsað mér menningarlífið án Hörpu, þótt hún sé tiltölulega nýtilkomin. Auðvitað hefði mátt nýta peningana í eitthvað annað, en mikið er ég feginn að dæmið var klárað. Ingi Garðar Erlendsson var í banastuði á básúnunni.Spessi Það er ekkert hægt að líkja því saman að hlusta á okkar fremsta tónlistarfólk í Hörpu annars vegar eða Háskólabíó hins vegar. Hljóðgæðin í Hörpu eru frábær, öll sæti góð og hluti þess að hver einasta sála naut laugardagskvöldsins. Eiríkur Rafn Stefánsson kann betur á trompetið en flestir.Spessi Næst á dagskrá? Þjóðarleikvang takk. Heimili fyrir landsliðin okkar í íþróttum. Græja hið fyrsta, takk. Áróðri lokið. Ególaus Valdimar, og þó Valdimar lýsti því endurtekið yfir hvað það væri gaman að syngja fyrir fólkið. Loksins. Guðmundur Hermannsson faðir hans, kennari og tónlistarmaður, söng með honum í fyrsta laginu og var eini gestasöngvarinn í kvöld. Valdimar hefur sungið með margri kempunni og maður hefði getað ímyndað sér að einhverjir myndu kíkja í heimsókn. Viðkomandi hefði samt líklega þurft að vera Keflvíkingur á þessu kvöldi. Keflvískur moli Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983. Guðbrandur er faðir Sólborgar og Guðmundur faðir Valdimars. Valdimar grínaðist með þetta frábæra tilefni, tólf ára afmæli sveitarinnar. Valdimar sagði einstakan anda í sveitinni, sem væri laus við egó. Þannig hefði til dæmis enginn haft neitt á móti hugmynd Valdimars, að hljómsveitin héti - jú Valdimar! Ok, kannski eitt stórt egó í hljómsveitinni sagði Valdimar og hló. Salurinn líka. Söngelskir feðgar á sviði.Spessi Ryðgaður dans var síðasta lag fyrir hlé. Frábært lag sem lokaði flottum klukkutíma. Slagararnir eftir í seinni hlutanum og allir spenntir. Millifæra á morgun Létt Rómeó og Júlía stemmning í fyrsta lagi eftir hlé. Valdimar og Ásgeir komnir upp á fyrstu svalir, hvor á sínum kantinum og nú skyldi spilað án mögnunar. Gítarinn plokkaður á hægri svölum og Valdimar, þegar hann loksins heyrði í ljúfum tónum Ásgeirs, söng með. Hvor með sitt ljósið á sér og gaf ljúfan tón fyrir seinni hálfleikinn. Örn Eldjárn spilaði ýmist á gítar eða bassa þetta laugardagskvöldið.Spessi Valdimar spilar sem kunnugt er á básúnu en blásturshljóðfærin hafa einkennt lög sveitarinnar í gegnum tíðina. Flott sveit blásara þétti flutninginn í Eldborg þetta kvöld. Auk sexmenninganna í sveitinni spilaði Örn Eldjárn ýmist á gítar eða bassa af sinni alkunnu snilld og fimm manna blásaragrúppan sýndi listir sínar þess á milli. Blásarasveitin lét vel í sér heyra. Bergrún Snæbjörnsdóttir og Sigrún Jónsdóttir voru þar í lykilhlutverkum.Spessi Þeir félagarnir Valdimar og Ásgeir, sem höfðu sig mest frammi í samskiptum við áhorfendur, auglýstu vínylplötur sínar til sölu að tónleikum loknum. Þau kaup yrðu þó að fara fram samkvæmt áður óþekktu heiðursmannasamkomulagi. Kannski sérkeflvískt? Fólk mátti taka plöturnar með þeim og svo bara muna að leggja inn daginn eftir. Eflaust einhver uppnuminn sem greip tvær plötur eftir tónleika og áttaði sig svo á því á Reykjanesbrautinni að hann átti ekki plötuspilara. Lagði hann samt inn? Hver veit. Vonandi samt því Ásgeir er tveggja barna faðir og þarf á aurnum að halda, eins og Valdimar grínaðist með. Eða ég held það hafi verið grín. Jú, það var grín. Eða hvað? Alvöru læti Þá var komið að síðasta laginu. Yfir borgina. Takk öll fyrir að koma. Einmitt, eins og þeir myndu ekki taka Yfirgefinn. Þeir sem hafa mætt á tónleika síðasta áratuginn vita að það verða aukalög. Það er hægt að ganga að því jafnvísu og að það verður hlé. Tónleikarnir þurfa að hafa gengið helvíti illa til að ekki verði aukalag. Tveggja barna faðir mundar gítarinn.Spessi Mig langaði ekkert eðlilega til að grípa í pörin tvö sem að tóku fötin sín og gengu út úr salnum að flutningnum loknum. Klappið byrjað. Ætlið þið í alvöru að missa af látunum? Sumu fólki er ekki viðbjargandi. Svipað og fólkið sem fer snemma heim af æsispennandi íþróttaleikjum til að sleppa við umferðina. En já, kempurnar úr Sunny Kef mættu aftur á svið og töldu í slagarann. Þeirra Satisfaction. Þeirra Yesterday. Þeirra With or Without you. Þeirra Yellow. Þá langaði mig til að vera á fremsta bekk. Eða á efstu svölum. Fólk hoppaði og öskraði. Lagið er svo sjúklega gott. Básúnustuðið í lokin. Mamma mía! Hið hugljúfa lag Ferðalag reyndist svo lokalag kvöldsins. Sem lauk á afar fallegri röddun flestra á sviðinu þar sem Valdimar söng lokatónana. Geggjað kvöld. Bærinn sem heldur áfram að gefa Keflavík. Reykjanesbær. Ytri og innri. Garður. Sandgerði. Ég fullyrði að ekkert svæði á Íslandi á jafnmikið inni og Suðurnesin. Stöðug tíðindi af atvinnuleysi, ólykt úr Helguvík og vonleysi í heilbrigðisþjónustu. En guð minn góður hvað þessi bær hefur gefið okkur og heldur áfram að gefa. Strákarnir í Valdimar eru náttúrulega hluti af ótrúlegri flóru lista- og íþróttafólks sem uxu úr grasi suður með sjó. Bítlabærinn sem færði okkur Hljóma og marga af bestu íþróttamönnum þjóðarinnar. Kristinn Evertsson á hljómborðinu. Hann er reyndar ekki frá Keflavík heldur borg óttans, Reykjavík.Spessi Það spilaði Keflvíkingur fyrir framan níutíu þúsund áhorfendur á Nývangi í Barcelona í síðustu viku. Önnur fótboltakempa var sú fyrsta frá Íslandi til að spila fyrir Liverpool. Pabbi hans var íþróttamaður ársins. Goðsögnin Olga Færseth er auðvitað frá Keflavík. Mætti lengi telja. Svæðið iðar af lífi, stækkar ört og heldur vonandi áfram að blómstra. Það gerði Valdimar svo sannarlega í Hörpu á laugardagskvöldið. Hópurinn þakkar fyrir sig.Spessi Þorvaldur á trommunum.Spessi Spessi Valdimar er sannarlega einn af bestu söngvurum landsins.Spessi
Keflvískur moli Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983. Guðbrandur er faðir Sólborgar og Guðmundur faðir Valdimars.
Tónlist Harpa Reykjanesbær Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira