Þörf á vandaðri stjórnsýslu í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. apríl 2022 11:01 Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Njörður Sigurðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun