Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 22:01 Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi. Skjáskot/BAFTA Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“ BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28