„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:00 Klara Elíasdóttir söngkona talar um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira