Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. apríl 2022 07:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar. Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37