Oddvitaáskorunin: Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2022 15:01 Barnabörn Kolbrúnar eru fjögur og það fimmta á leiðinni. Frá vinstri heita þau Matthildur, Rakel Sif, Dagur Kári og Elías Andri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ertu oddviti og vilt taka áskoruninni? Allar nánari upplýsingar hér að neðan. En hver er Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík? Ég er sálfræðingur, Breiðholtsbúi, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræktandi austur í sveitum og fyrrum hænueigandi. Ég hef búið lengi í Breiðholti og þykir afar vænt um það hverfi. En ég er alin upp í vesturbæ. Gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Versló og síðan í Háskóla Íslands. Hinum eiginlega námsferli lauk með því að ég fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í sálfræði. Ég er manneskja sem hef kosið að vinna með fólki sem sálfræðingur og nú undanfarin fjögur ár sem stjórnmálamaður. Mig langar mjög að halda áfram í þessu starfi, skynja sterkt að ég á erindi og held ég geti komið að gagni. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð, vil helst alltaf koma sem mestu í verk. Eiginlega er vinnan fyrir borgarbúa mitt helsta áhugamál fyrir utan fjölskylduna barnabörnin mín fjögur og það fimmta sem er á leiðinni. Ég nýt líka þess að dveljast fyrir austan á sumarsvæðinu okkar. Þar hefur maðurinn minn, Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur og listamaður, ræktað fjöldann allan af plöntum og trjám til meira en 30 ár. Þar er kominn stór og fallegur skógur og þar eru endalaus verkefni. Ef einhver spyr um ókosti mína þá eru þeir margir. Mörgum þyki ég stjórnsöm en ég sé það nú reyndar oft sem kost. Ég vil drífa í hlutunum og sennilega segi ég of mikið. Ef mér mislíkar og misbýður þá verð ég beinskeytt, kannski of og hef fengið skammir fyrir það. Ég þoli bara ekkert bull og kjaftæði ef ég má orða þetta pent. Kosningabarátta er erfið en einnig skemmtileg fyrir kappsama manneskju eins og mig. Með mér er úrvals fólk á lista sem brennur fyrir málefnunum og er tilbúið að leggja nótt við dag í þágu borgarbúa. Við ætlum að halda áfram að hlusta og ekki bara hlusta heldur heyra. Við viljum almennilegt samráð við fólkið og að það samráð sé haft á fyrstu stigum mála en ekki í miðju ferli. Flokkur fólksins berst fyrir auknum jöfnuði í Reykjavík og að útrýma fátækt enda á enginn að þurfa að líða skort í borginni. Við viljum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla, útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu og samgöngur án tafa. Störf mín sem sálfræðingur Ég byrjaði í fangelsunum eftir að ég fékk löggildingu sem sálfræðingur 1992. Eftir það vann ég með unglingum, var yfirsálfræðingur á Stuðlum og því næst um 10 ára skeið sálfræðingur barnaverndarmála í Kópavogi. Ég hef rekið stofu síðan 1992, verið skólasálfræðingur í 10 ár og starfað á Göngudeild Sóttvarna í 6 ár þar sem ég veitti hælisleitendum sálfræðiþjónustu. Hef kennt á öllum skólastigum og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra m.a um sálfræðileg málefni þ.m.t. eineltismál og úrvinnslu þeirra. Var um tíma formaður Stéttarfélags sálfræðinga og formaður Barnaheilla „Save the Children“ í 6 ár. Loks var ég heilsugæslusálfræðingur í Mjódd þar til borgarmálin tóku yfir. Hef alltaf skrifað mikið og var fyrir löngu farin að tjá óánægju mína með hversu lengi börn þurfa að bíða eftir fagþjónustu sálfræðinga áður en ég kom í borgarstjórn. Þoli ekki óréttlæti Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég að fólk sé beitt ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag eins og Reykjavík. Ég vil laga það sem þarf að laga hvað sem það kostar og Flokkur fólksins var rétti flokkurinn til þess. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og ég mun berjast áfram af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég vil útdeila fjármagni í þágu nauðsynlegrar þjónustu og að betur sé farið með fjármagn borgarbúa en gert hefur verið. Ég þrái að fá að halda áfram í borgarstjórn og satt að segja komast í meirihlutann til að geta komið fleiru góðu til leiðar. Það má ekki linna látum fyrr en t.d. biðlistar barna eru úr sögunni og eldra fólk og öryrkjar, sá hluti þeirra sem á ekki til hnífs og skeiðar eða er einangraður og einmana, hefur fengið það sem þarf til að lifa með sæmd og líða vel. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem býr við skertar örorkubætur, lúsalaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk bíða á annað hundrað manns og margir hafa beðið árum saman. Komin af léttasta skeiði en hef aldrei verið eins orkumikil Árin mín eru orðin 63. Þá fer maður að líta meira til afkomendanna. Þá skynjar maður betur að ekkert skiptir meira máli í lífinu. Hverju hefur maður áorkað? Hvað skilur maður eftir sig og hefur líf manns haft einhvern tilgang fyrir aðra og fyrir umhverfið? Mér finnst skemmtilegt að vera með dætrum mínum tengdasonum og umfram allt barnabörnunum. Ef ég er hreinskilin þá hefði ég viljað eignast hóp af börnum en beið of lengi. Það voru oft vonbrigði í bernsku. Ég bjó um tíma við alkóhólisma foreldris og heimilisofbeldi og fátækt og basl mömmu sem var ein að ala önn fyrir fjórum börnum. Lágt sjálfsmat og brotin sjálfsmynd fylgdi mér fram undir þrítugt en þá ákvað ég að henda frá mér allri meðvirkni og leyfa bara innri metnaði og elju, þrjósku og þrautseigu að taka yfir. Síðan hef ég hent mér út í margar djúpar laugar og viti menn, ekki drukknað! Mér finnst ég bara ótrúlega lánsöm í lífinu og man alla daga eftir að þakka fyrir það. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og skipa 1. sæti Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Klippa: Oddvitaáskorun - Kolbrún Baldursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Rangárvellir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skítugar götur, holóttir stígar og veggjakrot. Kolbrún í tréi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Þurrka af borðum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekin fyrir ljósleysi og látin blása. Hvað færðu þér á pizzu? Dominos því það er næst mér. Hvaða lag peppar þig mest? Despacito með Luis Fonsi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Enginn sérstakur. Hvað er þitt draumafríi? Í sumarhúsinu og í skóginum í kring með barnabörnin mín hjá mér. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var eiginlega strembnara fyrir mig vinnulega séð en hið síðara var auðvitað Covid allt um liggjandi sem var ferlegt. Hundurinn Smuga dó nú í mars. Hún var fjórtán ára gömul og Kolbrún segist syrgja hana sárlega. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er svo margt, er annars lagið að koma mér í hinar vandræðalegustu aðstæður. Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför, fattaði það sem betur fer og gat læðst út. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Helen Hunt. Hefur þú verið í verbúð? Nei, því miður, hefði verið gaman. Kolbrún við æfingar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sound of Music, lifir enn með mér. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei en ég sakna enn Dallas. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Selfoss. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) My all með Mariah Carey. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Oddvitaáskorunin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ertu oddviti og vilt taka áskoruninni? Allar nánari upplýsingar hér að neðan. En hver er Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík? Ég er sálfræðingur, Breiðholtsbúi, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræktandi austur í sveitum og fyrrum hænueigandi. Ég hef búið lengi í Breiðholti og þykir afar vænt um það hverfi. En ég er alin upp í vesturbæ. Gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Versló og síðan í Háskóla Íslands. Hinum eiginlega námsferli lauk með því að ég fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í sálfræði. Ég er manneskja sem hef kosið að vinna með fólki sem sálfræðingur og nú undanfarin fjögur ár sem stjórnmálamaður. Mig langar mjög að halda áfram í þessu starfi, skynja sterkt að ég á erindi og held ég geti komið að gagni. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð, vil helst alltaf koma sem mestu í verk. Eiginlega er vinnan fyrir borgarbúa mitt helsta áhugamál fyrir utan fjölskylduna barnabörnin mín fjögur og það fimmta sem er á leiðinni. Ég nýt líka þess að dveljast fyrir austan á sumarsvæðinu okkar. Þar hefur maðurinn minn, Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur og listamaður, ræktað fjöldann allan af plöntum og trjám til meira en 30 ár. Þar er kominn stór og fallegur skógur og þar eru endalaus verkefni. Ef einhver spyr um ókosti mína þá eru þeir margir. Mörgum þyki ég stjórnsöm en ég sé það nú reyndar oft sem kost. Ég vil drífa í hlutunum og sennilega segi ég of mikið. Ef mér mislíkar og misbýður þá verð ég beinskeytt, kannski of og hef fengið skammir fyrir það. Ég þoli bara ekkert bull og kjaftæði ef ég má orða þetta pent. Kosningabarátta er erfið en einnig skemmtileg fyrir kappsama manneskju eins og mig. Með mér er úrvals fólk á lista sem brennur fyrir málefnunum og er tilbúið að leggja nótt við dag í þágu borgarbúa. Við ætlum að halda áfram að hlusta og ekki bara hlusta heldur heyra. Við viljum almennilegt samráð við fólkið og að það samráð sé haft á fyrstu stigum mála en ekki í miðju ferli. Flokkur fólksins berst fyrir auknum jöfnuði í Reykjavík og að útrýma fátækt enda á enginn að þurfa að líða skort í borginni. Við viljum fæði, klæði og húsnæði fyrir alla, útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu og samgöngur án tafa. Störf mín sem sálfræðingur Ég byrjaði í fangelsunum eftir að ég fékk löggildingu sem sálfræðingur 1992. Eftir það vann ég með unglingum, var yfirsálfræðingur á Stuðlum og því næst um 10 ára skeið sálfræðingur barnaverndarmála í Kópavogi. Ég hef rekið stofu síðan 1992, verið skólasálfræðingur í 10 ár og starfað á Göngudeild Sóttvarna í 6 ár þar sem ég veitti hælisleitendum sálfræðiþjónustu. Hef kennt á öllum skólastigum og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra m.a um sálfræðileg málefni þ.m.t. eineltismál og úrvinnslu þeirra. Var um tíma formaður Stéttarfélags sálfræðinga og formaður Barnaheilla „Save the Children“ í 6 ár. Loks var ég heilsugæslusálfræðingur í Mjódd þar til borgarmálin tóku yfir. Hef alltaf skrifað mikið og var fyrir löngu farin að tjá óánægju mína með hversu lengi börn þurfa að bíða eftir fagþjónustu sálfræðinga áður en ég kom í borgarstjórn. Þoli ekki óréttlæti Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég að fólk sé beitt ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag eins og Reykjavík. Ég vil laga það sem þarf að laga hvað sem það kostar og Flokkur fólksins var rétti flokkurinn til þess. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og ég mun berjast áfram af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég vil útdeila fjármagni í þágu nauðsynlegrar þjónustu og að betur sé farið með fjármagn borgarbúa en gert hefur verið. Ég þrái að fá að halda áfram í borgarstjórn og satt að segja komast í meirihlutann til að geta komið fleiru góðu til leiðar. Það má ekki linna látum fyrr en t.d. biðlistar barna eru úr sögunni og eldra fólk og öryrkjar, sá hluti þeirra sem á ekki til hnífs og skeiðar eða er einangraður og einmana, hefur fengið það sem þarf til að lifa með sæmd og líða vel. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem býr við skertar örorkubætur, lúsalaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk bíða á annað hundrað manns og margir hafa beðið árum saman. Komin af léttasta skeiði en hef aldrei verið eins orkumikil Árin mín eru orðin 63. Þá fer maður að líta meira til afkomendanna. Þá skynjar maður betur að ekkert skiptir meira máli í lífinu. Hverju hefur maður áorkað? Hvað skilur maður eftir sig og hefur líf manns haft einhvern tilgang fyrir aðra og fyrir umhverfið? Mér finnst skemmtilegt að vera með dætrum mínum tengdasonum og umfram allt barnabörnunum. Ef ég er hreinskilin þá hefði ég viljað eignast hóp af börnum en beið of lengi. Það voru oft vonbrigði í bernsku. Ég bjó um tíma við alkóhólisma foreldris og heimilisofbeldi og fátækt og basl mömmu sem var ein að ala önn fyrir fjórum börnum. Lágt sjálfsmat og brotin sjálfsmynd fylgdi mér fram undir þrítugt en þá ákvað ég að henda frá mér allri meðvirkni og leyfa bara innri metnaði og elju, þrjósku og þrautseigu að taka yfir. Síðan hef ég hent mér út í margar djúpar laugar og viti menn, ekki drukknað! Mér finnst ég bara ótrúlega lánsöm í lífinu og man alla daga eftir að þakka fyrir það. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og skipa 1. sæti Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Klippa: Oddvitaáskorun - Kolbrún Baldursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Rangárvellir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skítugar götur, holóttir stígar og veggjakrot. Kolbrún í tréi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Þurrka af borðum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekin fyrir ljósleysi og látin blása. Hvað færðu þér á pizzu? Dominos því það er næst mér. Hvaða lag peppar þig mest? Despacito með Luis Fonsi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Enginn sérstakur. Hvað er þitt draumafríi? Í sumarhúsinu og í skóginum í kring með barnabörnin mín hjá mér. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var eiginlega strembnara fyrir mig vinnulega séð en hið síðara var auðvitað Covid allt um liggjandi sem var ferlegt. Hundurinn Smuga dó nú í mars. Hún var fjórtán ára gömul og Kolbrún segist syrgja hana sárlega. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er svo margt, er annars lagið að koma mér í hinar vandræðalegustu aðstæður. Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför, fattaði það sem betur fer og gat læðst út. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Helen Hunt. Hefur þú verið í verbúð? Nei, því miður, hefði verið gaman. Kolbrún við æfingar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sound of Music, lifir enn með mér. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei en ég sakna enn Dallas. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Selfoss. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) My all með Mariah Carey. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Oddvitaáskorunin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira