Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:31 Giorgio Chiellini ætlar að enda landsliðsferilinn á sama stað og hann varð Evrópumeistari með liðinu. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní. Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum. Fótbolti Ítalía Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum.
Fótbolti Ítalía Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira