Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:24 Mikinn reyk lagði frá húsinu sem brann til kaldra kola. Vísir/Atli Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað.
Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira