Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. apríl 2022 23:10 Birkir Þór Guðmundsson er stjórnarformaður Orkuvers ehf. Arnar Halldórsson Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að í vetur vakti það athygli að á sama tíma og landsmenn brenndu dísilolíu vegna raforkuskorts stóð Elliðaárstöðin ónotuð. Orkuveitan gaf þá skýringu að það svaraði ekki kostnaði að koma henni aftur í gang. Elliðaárstöð er frá árinu 1921.Arnar Halldórsson Raforkubóndinn Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., hvetur Orkuveituna til að skoða málið betur og telur kostnaðinn ofmetinn. „Ég hef nú aðeins rýnt gögn Orkuveitunnar þar sem þetta verkefni hefur verið tekið út, að endurræsa þessa stöð, og okkur sýnist að kostnaðaráætlunin sé ansi rífleg,“ segir Birkir. Og hér talar maður sem búinn er að starfa í raforkugeiranum á þriðja áratug. Hann segist hafa komið að flestum smávirkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi frá síðustu aldamótum og fyrirtæki hans rekur sjálft nokkrar. „Við erum með fjórar í rekstri og þá fimmtu í byggingu, já.“ Elliðaárstöðin varð eitthundrað ára í fyrra og er ekki verr farin en svo að sumarið 2019 sagði talsmaður Orkuveitunnar að til að koma henni í gang vantaði í raun bara nýja pípu til að leiða vatnið inn í stöðina frá Árbæjarstíflu. Úr vélasal Elliðaárstöðvar.Arnar Halldórsson „Auðvitað eigum við ekki að leggja niður mannvirki sem þessi, ef einhver möguleiki er á að nýta þau. Þó að þetta sé lítil virkjun, í þessu stóra samhengi.“ Og eins og Orkuveitumenn skoðuðu, þá telur Birkir Þór að auk nýrrar pípu væri skynsamlegt að kaupa nýja aflvél og setja niður við hlið stöðvarhússins. Orkuveitan segir endurbætur kosta hátt í milljarð. „Okkar grófa skoðun á þessu máli liggur einhversstaðar á bilinu sextíu prósent af þeirri kostnaðaráætlun,“ segir Birkir og telur að þetta muni kosta 550 til 600 milljónir króna. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki allar forsendur og slær varnagla, bæði um ástand mannvirkja og einnig hvaða tillit þurfi að taka til lífríkisins við vatnsnýtingu þannig að það komi ekki niður á fiskveiði. Séð yfir Árbæjarstíflu en þar er inntaksmannvirki virkjunnar.Arnar Halldórsson „Ég viðurkenni það að ég þekki ekki nægilega vel lífríki árinnar og hvort það að endurræsa þessa stöð muni hafa einhver neikvæð áhrif á lífríkið. Hér er auðvitað laxveiðiá. En það hefur verið virkjun hér í áratugi og það er enn lax í ánni.“ En ef Orkuveita Reykjavíkur treystir sér ekki, væru þeir hjá Orkuveri ehf. tilbúnir að endurræsa virkjunina og reka hana? „Ég hef nú ekki skoðað málið með það fyrir augum. En við getum örugglega lagt eitthvað til málanna. Við höfum mikla reynslu af því að byggja smærri virkjanir þannig að ég er ekki í nokkrum vafa um að við gætum komið að þessu verkefni með einhverjum hætti, í það minnsta með ráðgjöf,“ segir Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Lax Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að í vetur vakti það athygli að á sama tíma og landsmenn brenndu dísilolíu vegna raforkuskorts stóð Elliðaárstöðin ónotuð. Orkuveitan gaf þá skýringu að það svaraði ekki kostnaði að koma henni aftur í gang. Elliðaárstöð er frá árinu 1921.Arnar Halldórsson Raforkubóndinn Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., hvetur Orkuveituna til að skoða málið betur og telur kostnaðinn ofmetinn. „Ég hef nú aðeins rýnt gögn Orkuveitunnar þar sem þetta verkefni hefur verið tekið út, að endurræsa þessa stöð, og okkur sýnist að kostnaðaráætlunin sé ansi rífleg,“ segir Birkir. Og hér talar maður sem búinn er að starfa í raforkugeiranum á þriðja áratug. Hann segist hafa komið að flestum smávirkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi frá síðustu aldamótum og fyrirtæki hans rekur sjálft nokkrar. „Við erum með fjórar í rekstri og þá fimmtu í byggingu, já.“ Elliðaárstöðin varð eitthundrað ára í fyrra og er ekki verr farin en svo að sumarið 2019 sagði talsmaður Orkuveitunnar að til að koma henni í gang vantaði í raun bara nýja pípu til að leiða vatnið inn í stöðina frá Árbæjarstíflu. Úr vélasal Elliðaárstöðvar.Arnar Halldórsson „Auðvitað eigum við ekki að leggja niður mannvirki sem þessi, ef einhver möguleiki er á að nýta þau. Þó að þetta sé lítil virkjun, í þessu stóra samhengi.“ Og eins og Orkuveitumenn skoðuðu, þá telur Birkir Þór að auk nýrrar pípu væri skynsamlegt að kaupa nýja aflvél og setja niður við hlið stöðvarhússins. Orkuveitan segir endurbætur kosta hátt í milljarð. „Okkar grófa skoðun á þessu máli liggur einhversstaðar á bilinu sextíu prósent af þeirri kostnaðaráætlun,“ segir Birkir og telur að þetta muni kosta 550 til 600 milljónir króna. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki allar forsendur og slær varnagla, bæði um ástand mannvirkja og einnig hvaða tillit þurfi að taka til lífríkisins við vatnsnýtingu þannig að það komi ekki niður á fiskveiði. Séð yfir Árbæjarstíflu en þar er inntaksmannvirki virkjunnar.Arnar Halldórsson „Ég viðurkenni það að ég þekki ekki nægilega vel lífríki árinnar og hvort það að endurræsa þessa stöð muni hafa einhver neikvæð áhrif á lífríkið. Hér er auðvitað laxveiðiá. En það hefur verið virkjun hér í áratugi og það er enn lax í ánni.“ En ef Orkuveita Reykjavíkur treystir sér ekki, væru þeir hjá Orkuveri ehf. tilbúnir að endurræsa virkjunina og reka hana? „Ég hef nú ekki skoðað málið með það fyrir augum. En við getum örugglega lagt eitthvað til málanna. Við höfum mikla reynslu af því að byggja smærri virkjanir þannig að ég er ekki í nokkrum vafa um að við gætum komið að þessu verkefni með einhverjum hætti, í það minnsta með ráðgjöf,“ segir Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Lax Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46