Albumm

„Í stað þess að leggjast í þunglyndi notaði ég tímann til að semja tónlist“

Steinar Fjeldsted skrifar

SIGGY (Sigurborg Sigurjónsdóttir) er fædd og uppalin í Los Angeles en er búin að dvelja á Íslandi síðan 2020. SIGGY vann hörðum höndum að fyrstu EP plötunni sinni í heimsfaraldrinum en hún mun líta dagsins ljós í heild sinni næsta haust.

Reflections er fyrsta smáskífan af plötunni en einnig fyrsta lagið sem að hún gefur út síðan hún gaf út lagið Never Did I árið 2019 en þá steig SIGGY fram á Iceland Airwaves og fékk frábæra dóma fyrir flutning sinn. Lagið Reflections vann og samdi SIGGY með Oddi Þórissyni, Magnús Jóhanni Ragnarssyni og Arnari Inga Ingasyni (Young Nazareth).

„Ég byrjaði að semja og vinna EP plötuna í upphafi heimsfaraldursins. Ég var nýflutt til Íslands frá LA og var komin 4 mánuði á leið. Í stað þess að leggjast í þunglyndi yfir ástandi í heiminum og að vera orðin einhleyp móðir, ákvað ég að nota tímann sem ég hafði til að semja tónlist sem flótta frá veruleikanum. Þetta var upphaflega bara útrás fyrir mig sem ég byrjaði að deila á Instagram, en tónlistin sem ég deildi þar urðu síðan að þessari plötu. Ég vona að fólk hafi gaman af lögunum og ég vona að þau fylgi mér á ferðalagi mínu til að verða betri og reyndari listamaður eftir því sem lengra líður. Á tímabilinu sem ég hef unnið að lögunum og aðlagast Íslandi betur, hef ég farið í heilmikið ferðalag um sjálfsást og einbeitt mér meira að heilsunni og að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, ásamt því að vera edrú og læra að vera besta móðir sem ég get verið fyrir dóttur mína“ – SIGGY.

Reflections er lag sem er innblásið af því augnabliki þegar ég áttaði mig á því að ég glímdi við fíknivandamál. Ég var inni á baðherbergi og þegar ég leit í spegilinn rann það upp fyrir mér að ég þekkti ekki manneskjuna sem ég sá í speglinum.. Ég áttaði mig á því að ég vildi aldrei aftur vera konan sem ég sá í speglinum og frá því augnabliki valdi ég að verða edrú.“








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.