Fagna tíu árum FM95BLÖ með kvöldi sem verður „aldrei toppað“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2022 15:03 Auðunn Blöndal og félagar í útvarpsþættinum FM95BLÖ slá til stórtónleika í Laugardalshöllinni til að fagna áratug í loftinu. „Ótrúlegt en satt þá finnst mér þetta ennþá jafn gaman, eftir 10 ár í loftinu,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira