Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 11:38 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira