Nemendagarðar Guðbjörg Grímsdóttir og Birgitta Ósk Hlöðversdóttir skrifa 30. apríl 2022 17:00 Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla. Skólasamfélag einkennist meðal annars af metnaði fyrir því að vera í takt við tímann, hafa fagmennsku að leiðarljósi og vera í tengslum við atvinnulífið. Þetta eru stórar áskoranir en ekki síður spennandi og krefjandi. Hér í Árborg hefur margt verið gert síðustu árin í skólamálum til að efla þessa þætti og áfram göngum við. Hlúð hefur verið að iðnnámi og því gert hærra undir höfði sem vel er fagnað. Nemendur geta nú stundað nám hér í Árborg í iðngreinum, íþróttaakademíum ásamt bóklegum greinum og er það vel. Hér eru kjöraðstæður til að byggja nemendagarða sem gætu þjónað fjölbreyttu hlutverki fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi. Fyrir nemendur á framhaldsskólastigi myndu nemendagarðar vera heimavist meðan á framhaldsnámi stendur. Upptökusvæði Fjölbrautaskóla Suðurlands er stórt og nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir nemendur sem koma annars staðar að þann möguleika að geta verið í framhaldsskóla hér í Árborg. Einnig er mikilvægt að þegar námi í framhaldsskóla lýkur hafi nemendur tækifæri til að nýta nemendagarðana áfram í því námi sem tekur þá við. Í stað þess að þurfa að flytja í dýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu gætu nemendur nýtt nemendagarðana áfram og stundað nám á höfuðborgarsvæðinu og þá einnig almenningssamgöngur ef vilji er fyrir því. Þannig eflum við og styðjum við bakið á nemendum til áframhaldandi náms og sköpum menningarverðmæti hér í Árborg. Þetta yrði lyftistöng fyrir bæjarfélagið og afar hvetjandi fyrir námsmenn víðar á landinu að horfa til þessa úrræðis. Nemendagarðar myndu þannig skapa jákvæða umræðu og sýna í verki þann hug sem Árborg hefur til menntunar. Með þessu móti getur sveitarfélagið komið til móts við nemendur og verið hvatning til að stunda nám því fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Við í VG viljum leggja okkar af mörkum til að efla unga fólkið okkar og um leið framtíðina. Nemendagarðar eru ein leið til þess. Guðbjörg skipar 2. sæti hjá VG í Árborg og Birgitta Ósk 15. sætið.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar