Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 18:36 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og í 2. sæti á H-lista í Vestmannaeyjum, Eyþór Harðarson útgerðarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokks og Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri og í 3. sæti Eyjalistans. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta. Þrír listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum eða H-listi, Fyrir Heimaey, D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi fyrir Eyjalistann. Í Vestmannaeyjum búa nú tæplega fjögur þúsund og fimm hundruð manns en á kjörskrá eru um 3.100 manns. Síðustu fjögur ár hafa H-listi og Eyjalistinn verið í meirihluta í bæjarstjórn í sjö manna bæjarstjórn þar sem H-listi hefur verið með þrjá og Eyjalistinn með einn mann. Sjálfstæðismenn hafa verið með þrjá í minnihluta. Nú á að fjölga bæjarfulltrúum í níu. Bæjarstjóri er Íris Róbertsdóttir en hún stofnaði H-listann fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar eftir klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Klofningurinn var sagður að mestu leyti vegna óánægju með að ekki var haldið prófkjör í Sjálfstæðisflokknum þá heldur stillt upp á lista en það reyndar verið þannig í 28 ár. Að þessu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar sá eini sem hélt prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir 2018 verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006 Áherslurnar Fréttastofa innti frambjóðendur listanna eftir helstu áherslum. „Við viljum bara fjárfesta í framtíðinni, það er að fjárfesta í ungu fólki og innviðunum hér til að allir líti á Vestmannaeyjar sem besta kost þegar þeir velja sér búsetukost,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja sem situr í 2. sæti H-lista. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum en hann hafði betur gegn Hildi Sólveigu Sigurðardóttur sem var oddviti flokksins í bæjarstjórn. „Við erum að koma úr frábæru prófkjöri þar sem tæplega þúsund manns tóku þátt og það hefur svona gefið okkur vind í seglinn. Ég held að það brenni heitast á bæjarbúum að þeir vilja ábyrga stjórn, stöðugleika og framsýni,“ segir Eyþór. Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri Íslandspósts og í þriðja sæti á Eyjalistanum er ánægður með samstarfið við H-listann síðustu fjögur ár. „Það sem brennur mest á Vestmannaeyingum eru samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál en menntamálin hafa verið í brennidepli hjá okkur,“ segir hann. Greinilegt er að Sjálfstæðismenn vonuðust eftir að einhverjir kæmu til baka frá H-lista í prófkjörinu nú. „Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór. Fréttastofa innti Írisi Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum um hvort henni hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri flokksins. „Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún. Aðspurð um hvort það hafi gróið um heilt milli Sjálfstæðisflokks og H-lista segir Íris: „ Það er bara fólk í báðum framboðunum og það er misjafnt hvort svo sé,“ segir hún. Misjafnt hvaðan bæjarstjóraefnin koma Framboðin hafa mismunandi áherslur varðandi bæjarstjóraefni. Þannig ætlar Íris að halda áfram sem bæjarstjóri sigri H-listinn. „Ég er bæjarstjóraefni H-listans áfram. Við göngum óbundin til kosninga. Ég held að allir sem vilja halda áfram að byggja upp og veita góða þjónustu séu góðir samstarfsflokkar,“ segir hún. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hins vegar að að ráða bæjarstjóra. „Ef það fer svo vel að við vinnum meirihlutann þá er fyrsta verkið okkar að leita okkur að góðum bæjarstjóra,“ segir Eyþór. Bæjarstjóraefni E-lista er oddviti flokksins, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmanneyja. Samgöngu-og íþróttamál brenna heitast á bæjarbúum Fréttastofa spurði fólk á förnum vegi í Vestmanneyjum hvað því þætti skipta mestu máli í bæjarpólitíkinni og greinilegt er að samgöngumálin brenna hvað heitast á fólki. „Samgöngumálin, númer eitt tvö og þrjú og hundrað,“ sagði Þórleif Guðmundsdóttir. Sonja Andrésdóttir íbúi svaraði því sama en hún vill líka betri samgöngumáta fyrir dýr í eyjum. „Það eru samgöngumálin númer eitt tvö og þrjú hérna í eyjum. Við erum líka nýbúin að stofna dýrasamtök hér og berjumst t.d. fyrir því að dýrin okkar fái betra pláss í Herjólfi en eins og er þá þurfa þau að hírast inn í bílunum meðan siglt er milli lands og eyja,“ segir hún. Íþróttamálin eru ofarlega í huga margra bæjarbúa og þá er deilt um hvort það eigi að setja gervigras á knattspyrnuvöllinni eða ekki. „Mér sýnist menn ætla að stilla upp einhverju íþróttahúsi hérna og gervigrasi sem einverju pólitísku máli ég skil það ekki alveg,“ segir Sigurjón Ingvarsson sem segir löngu kominn tíma til að gera endurbætur á íþróttamannvirkjum. Örn Hilmisson var á sama máli. „Mér finnst skipta mestu að við sýnum öfluga samstöðu til framtíðar í íþróttamálunum. En svo eru það göng milli lands og eyja sem maður bíður þokkalega rólegur eftir,“ segir hann brosandi að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þrír listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum eða H-listi, Fyrir Heimaey, D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi fyrir Eyjalistann. Í Vestmannaeyjum búa nú tæplega fjögur þúsund og fimm hundruð manns en á kjörskrá eru um 3.100 manns. Síðustu fjögur ár hafa H-listi og Eyjalistinn verið í meirihluta í bæjarstjórn í sjö manna bæjarstjórn þar sem H-listi hefur verið með þrjá og Eyjalistinn með einn mann. Sjálfstæðismenn hafa verið með þrjá í minnihluta. Nú á að fjölga bæjarfulltrúum í níu. Bæjarstjóri er Íris Róbertsdóttir en hún stofnaði H-listann fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar eftir klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Klofningurinn var sagður að mestu leyti vegna óánægju með að ekki var haldið prófkjör í Sjálfstæðisflokknum þá heldur stillt upp á lista en það reyndar verið þannig í 28 ár. Að þessu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar sá eini sem hélt prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir 2018 verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006 Áherslurnar Fréttastofa innti frambjóðendur listanna eftir helstu áherslum. „Við viljum bara fjárfesta í framtíðinni, það er að fjárfesta í ungu fólki og innviðunum hér til að allir líti á Vestmannaeyjar sem besta kost þegar þeir velja sér búsetukost,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja sem situr í 2. sæti H-lista. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum en hann hafði betur gegn Hildi Sólveigu Sigurðardóttur sem var oddviti flokksins í bæjarstjórn. „Við erum að koma úr frábæru prófkjöri þar sem tæplega þúsund manns tóku þátt og það hefur svona gefið okkur vind í seglinn. Ég held að það brenni heitast á bæjarbúum að þeir vilja ábyrga stjórn, stöðugleika og framsýni,“ segir Eyþór. Erlingur Guðbjörnsson stöðvarstjóri Íslandspósts og í þriðja sæti á Eyjalistanum er ánægður með samstarfið við H-listann síðustu fjögur ár. „Það sem brennur mest á Vestmannaeyingum eru samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál en menntamálin hafa verið í brennidepli hjá okkur,“ segir hann. Greinilegt er að Sjálfstæðismenn vonuðust eftir að einhverjir kæmu til baka frá H-lista í prófkjörinu nú. „Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór. Fréttastofa innti Írisi Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum um hvort henni hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri flokksins. „Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún. Aðspurð um hvort það hafi gróið um heilt milli Sjálfstæðisflokks og H-lista segir Íris: „ Það er bara fólk í báðum framboðunum og það er misjafnt hvort svo sé,“ segir hún. Misjafnt hvaðan bæjarstjóraefnin koma Framboðin hafa mismunandi áherslur varðandi bæjarstjóraefni. Þannig ætlar Íris að halda áfram sem bæjarstjóri sigri H-listinn. „Ég er bæjarstjóraefni H-listans áfram. Við göngum óbundin til kosninga. Ég held að allir sem vilja halda áfram að byggja upp og veita góða þjónustu séu góðir samstarfsflokkar,“ segir hún. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hins vegar að að ráða bæjarstjóra. „Ef það fer svo vel að við vinnum meirihlutann þá er fyrsta verkið okkar að leita okkur að góðum bæjarstjóra,“ segir Eyþór. Bæjarstjóraefni E-lista er oddviti flokksins, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmanneyja. Samgöngu-og íþróttamál brenna heitast á bæjarbúum Fréttastofa spurði fólk á förnum vegi í Vestmanneyjum hvað því þætti skipta mestu máli í bæjarpólitíkinni og greinilegt er að samgöngumálin brenna hvað heitast á fólki. „Samgöngumálin, númer eitt tvö og þrjú og hundrað,“ sagði Þórleif Guðmundsdóttir. Sonja Andrésdóttir íbúi svaraði því sama en hún vill líka betri samgöngumáta fyrir dýr í eyjum. „Það eru samgöngumálin númer eitt tvö og þrjú hérna í eyjum. Við erum líka nýbúin að stofna dýrasamtök hér og berjumst t.d. fyrir því að dýrin okkar fái betra pláss í Herjólfi en eins og er þá þurfa þau að hírast inn í bílunum meðan siglt er milli lands og eyja,“ segir hún. Íþróttamálin eru ofarlega í huga margra bæjarbúa og þá er deilt um hvort það eigi að setja gervigras á knattspyrnuvöllinni eða ekki. „Mér sýnist menn ætla að stilla upp einhverju íþróttahúsi hérna og gervigrasi sem einverju pólitísku máli ég skil það ekki alveg,“ segir Sigurjón Ingvarsson sem segir löngu kominn tíma til að gera endurbætur á íþróttamannvirkjum. Örn Hilmisson var á sama máli. „Mér finnst skipta mestu að við sýnum öfluga samstöðu til framtíðar í íþróttamálunum. En svo eru það göng milli lands og eyja sem maður bíður þokkalega rólegur eftir,“ segir hann brosandi að lokum.
„Við skulum bara orða það þannig að við vorum bara bjartsýn á að margir kæmu í þetta prófkjör sem komu ekki í prófkjörið,“ segir Eyþór.
„Nei það hringdi nú enginn í mig og bað mig um að koma til baka og ég hefði náttúrulega ekki getað tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég var hrekin úr flokknum fyrir síðustu kosningar og ég er ekki skráð í hann,“ segir hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45
Heimaeyjarframboð og Eyjalistinn hefja formlegar viðræður Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. 30. maí 2018 08:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent