Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. maí 2022 11:48 Sindri hefur sagst ætla að mæta stefnu Ingólfs af fullum krafti. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“ Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummælin eru eftirfarandi: Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur sór af sér sakir þegar hann bar vitni í morgun. Þar sagði hann engin fyrirtæki vilja ráða hann vegna nafnlausra ásakana sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Heyrði á tal stelpna í partý úti á landi Sindri byrjaði á að rifja upp þegar hann var staddur úti á landi í partý milli jóla og nýárs árið 2008. „Tvær stúlkur þar eru að tala um kynni sín af Ingólfi og svona eins og tíðarandinn var þá, höfðu heldur gaman af því hvað þær hefðu verið að þeirra orðum ungar og vitlausar. Talað um að þær væru yngri en 18 ára þá,“ sagði Sindri. „Síðan hef ég verið í menningar- og skemmtanabransanum að atvinnu síðan árið 2012. Sem leikmaður og þátttakandi mun lengur og á þeim vettvangi hefur maður heyrt mjög margar sögur. Heyrt frá tónlistarfólki sem hafði deilt með Ingólfi sviði og talað um hegðun af þessu tagi. Einn sem að talaði um að eftir einhverja skemmtun, sem komu báðir fram á, kom hann einhverri stúlku til bjargar sem kom út úr tjaldi í annarlegu ástandi,“ sagði Sindri. Sindri sagðist sjálfur ekki hafa rætt við konurnar um frásagnirnar sem hafi birst á samfélagsmiðlinum TikTok. Ingólfur barðist við að halda aftur af tárunum þegar ummæli Sindra, sem málið snýst um og má sjá að ofan, voru lesin upp. „Þarna voru komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir. Ásakanir um veurlega ámælisverða kynferðislega hegðun. Ekki bara það heldur var verið að tengja með beinum og óbeinum háttum störfum hans sem skemmtikrafts. Viðkomandi væri að nýta sér aðstöðu sína til að gera það sem hann er að gera,“ sagði Sindri. Á þessum tímapunkti var Ingólfur farinn að þurrkan tárin. Hafi viljað benda á hrópandi misræmi Sindri sagði að fullorðnir karlmenn geti sængað hjá allt niður í fimmtán ára gömul börn. Algjörlega refsilaust. „Það er sú meinsemd sem ég fyrst og fremst að benda á og vísa til með þessum orðum,“ sagði Sindri. Hann sé ekki týpan sem tali undir rós. „Í þessu fannst mér síst ástæða til þess. Ég var bara að lýsa því sem ég hafði orði áskynja í umræðunni. Hitt er svo aftur annað mál og frekar rennir stoðum undir hvert markmiðið er með öllu þessu saman. Ef að ég hefði raunverulega ætlað að særa eða meiða æru Ingólfs þá hefði mér verið afskaplega auðvelt að vísa til verstu frásagnanna sem höfðu komið. Það geri ég ekki vegna þess að það sem ég er að benda á er að það er refsilegt samkvæmt íslenskum lögum að sænga hjá börnum niður í 15 ára aldur.“ Sindri sagði varðandi þriðju ummælin, „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“, að hann hafi með þeim viljað benda á hrópandi misræmi varðandi það hvað Ingólfur væri sakaður um og svo hvaða afleiðingar slíkt brot hefði. „Þarna vildi ég kasta fram þessari spurningu. Annars vegar finnst fólki þetta alvarlegt mál eða mikið tiltöku mál að einstaklingur sem er sakaður um svona hluti víki frá, og ef ekki, hvað þurfa menn að vera sakaðir um svo það sé hægt að afbóka þá á Þjóðhátið.“ „Af hverju ekki?“ Þá hafi fjórðu ummælin snúið að því þegar Ingólfur spilaði í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar á Selfossi. „Tómas á þessum tíma var umdeildur maður þar sem hann var í stjórn KSÍ og þar voru mál í gangi,“ sagði Sindri og vísaði til þess þegar stjórn KSÍ vék og formannsskipti urðu hjá Knattspyrnusamandi Íslands á síðasta ári. „Í ljósi þessara KSÍ mála og í eðli þeirra að hann hafi í kjölfarið bókað, eða heimilað Ingólfi að spila í afmælinu sínu. Manni sem þá hafði verið í mikilli umræðu vegna ámælisverðari Kynferðislega hegðun. Þetta er gríðarlegur dómgreindarbrestur af hálfu Tómasar.“ Spurður hvers vegna honum finnist hann þurfa að taka þátt í þessum málum svaraði Sindri: „Af hverju ekki? Ef ég væri aðstandandi einhverra í þessari stöðu þætti mér vænt um það að sjá einhvern tjá sig með þessum hætti og stíga upp, í það minnst setja spurningamerki við hvernig málið er höndlað.“ Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tengdar fréttir „Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. 2. maí 2022 11:14 Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummælin eru eftirfarandi: Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur sór af sér sakir þegar hann bar vitni í morgun. Þar sagði hann engin fyrirtæki vilja ráða hann vegna nafnlausra ásakana sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Heyrði á tal stelpna í partý úti á landi Sindri byrjaði á að rifja upp þegar hann var staddur úti á landi í partý milli jóla og nýárs árið 2008. „Tvær stúlkur þar eru að tala um kynni sín af Ingólfi og svona eins og tíðarandinn var þá, höfðu heldur gaman af því hvað þær hefðu verið að þeirra orðum ungar og vitlausar. Talað um að þær væru yngri en 18 ára þá,“ sagði Sindri. „Síðan hef ég verið í menningar- og skemmtanabransanum að atvinnu síðan árið 2012. Sem leikmaður og þátttakandi mun lengur og á þeim vettvangi hefur maður heyrt mjög margar sögur. Heyrt frá tónlistarfólki sem hafði deilt með Ingólfi sviði og talað um hegðun af þessu tagi. Einn sem að talaði um að eftir einhverja skemmtun, sem komu báðir fram á, kom hann einhverri stúlku til bjargar sem kom út úr tjaldi í annarlegu ástandi,“ sagði Sindri. Sindri sagðist sjálfur ekki hafa rætt við konurnar um frásagnirnar sem hafi birst á samfélagsmiðlinum TikTok. Ingólfur barðist við að halda aftur af tárunum þegar ummæli Sindra, sem málið snýst um og má sjá að ofan, voru lesin upp. „Þarna voru komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir. Ásakanir um veurlega ámælisverða kynferðislega hegðun. Ekki bara það heldur var verið að tengja með beinum og óbeinum háttum störfum hans sem skemmtikrafts. Viðkomandi væri að nýta sér aðstöðu sína til að gera það sem hann er að gera,“ sagði Sindri. Á þessum tímapunkti var Ingólfur farinn að þurrkan tárin. Hafi viljað benda á hrópandi misræmi Sindri sagði að fullorðnir karlmenn geti sængað hjá allt niður í fimmtán ára gömul börn. Algjörlega refsilaust. „Það er sú meinsemd sem ég fyrst og fremst að benda á og vísa til með þessum orðum,“ sagði Sindri. Hann sé ekki týpan sem tali undir rós. „Í þessu fannst mér síst ástæða til þess. Ég var bara að lýsa því sem ég hafði orði áskynja í umræðunni. Hitt er svo aftur annað mál og frekar rennir stoðum undir hvert markmiðið er með öllu þessu saman. Ef að ég hefði raunverulega ætlað að særa eða meiða æru Ingólfs þá hefði mér verið afskaplega auðvelt að vísa til verstu frásagnanna sem höfðu komið. Það geri ég ekki vegna þess að það sem ég er að benda á er að það er refsilegt samkvæmt íslenskum lögum að sænga hjá börnum niður í 15 ára aldur.“ Sindri sagði varðandi þriðju ummælin, „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“, að hann hafi með þeim viljað benda á hrópandi misræmi varðandi það hvað Ingólfur væri sakaður um og svo hvaða afleiðingar slíkt brot hefði. „Þarna vildi ég kasta fram þessari spurningu. Annars vegar finnst fólki þetta alvarlegt mál eða mikið tiltöku mál að einstaklingur sem er sakaður um svona hluti víki frá, og ef ekki, hvað þurfa menn að vera sakaðir um svo það sé hægt að afbóka þá á Þjóðhátið.“ „Af hverju ekki?“ Þá hafi fjórðu ummælin snúið að því þegar Ingólfur spilaði í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar á Selfossi. „Tómas á þessum tíma var umdeildur maður þar sem hann var í stjórn KSÍ og þar voru mál í gangi,“ sagði Sindri og vísaði til þess þegar stjórn KSÍ vék og formannsskipti urðu hjá Knattspyrnusamandi Íslands á síðasta ári. „Í ljósi þessara KSÍ mála og í eðli þeirra að hann hafi í kjölfarið bókað, eða heimilað Ingólfi að spila í afmælinu sínu. Manni sem þá hafði verið í mikilli umræðu vegna ámælisverðari Kynferðislega hegðun. Þetta er gríðarlegur dómgreindarbrestur af hálfu Tómasar.“ Spurður hvers vegna honum finnist hann þurfa að taka þátt í þessum málum svaraði Sindri: „Af hverju ekki? Ef ég væri aðstandandi einhverra í þessari stöðu þætti mér vænt um það að sjá einhvern tjá sig með þessum hætti og stíga upp, í það minnst setja spurningamerki við hvernig málið er höndlað.“
Ummælin fimm „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tengdar fréttir „Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. 2. maí 2022 11:14 Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. 2. maí 2022 11:14
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29