Kristinn er reynslumikill þjálfari sem starfað hefur bæði á Íslandi og í Noregi. Hann fluttist svo til Færeyja í fyrra og tók við liði EB frá Eiði sem hann hefur stýrt í vetur, eftir að hafa síðast verið annar af þjálfurum karlaliðs ÍBV þegar hann starfaði hér á landi.
Næsta stóra verkefni Kristins með U16-landsliði Færeyja er Opna Evrópumótið í Gautaborg 4.-9. júlí þar sem Færeyjar eru í riðli með Svartfjallalandi, Svíþjóð og Hollandi.
Samkvæmt tilkynningu færeyska sambandsins mun Kristinn stýra liðinu með Færeyingnum Agnari Joensen.