Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2022 07:00 Leikmenn Bayern fóru til Ibiza eftir slæmt tap. Twitter@si_soccer Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira