„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:38 Greint var frá því á Vísi í dag að Hildur hefur ekki mætt á fundi borgarstjórnar í á þriðja mánuð. Hildur segir það ekki endurspegla mætingu hennar á kjörtímabilinu. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira