Oddvitaáskorunin: Kjammsar ekki bara á hákarli á Þorranum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 18:02 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir lista Vinstri grænna á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jana er fædd og uppalin á Akureyri og næst yngst í hópi fimm systkina. Lengst af bjó hún á Brekkunni, gekk í Brekkuskóla og útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri 2011. Þaðan fór hún í Efnafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2015 með B.Sc. gráðu. Jana er með MLM gráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún er einnig menntuð klassísk söngkona og stundaði nám við LHÍ í eitt og hálft ár. Samhliða námi var Jana virk í félagsstörfum en hún var formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ frá 2013-2014 og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum innan VG og UVG. Jana fékk snemma áhuga á stjórnmálum og hefur verið skráð í Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá 18 ára aldri. Hún er varabæjarfulltrúi VG á Akureyri sem hefur gefið góða innsýn í störf bæjarfulltrúa, setið í Umhverfis- og mannvirkjaráði og stjórn Hafnarsamlags Norðurlands á núverandi kjörtímabili. Ásamt því að vera sérstök áhugamanneskja um Alþingisrásina nýtur Jana þess að syngja, bæði einsöng og í kórum, fylgjast með íþróttum og sækja allskonar tónleika og listsýningar. Hún prjónar í frítíma, er mikil aðdáandi hlaðvarpa og hefur gaman að allskyns útivist. Jana á hundana Simba og Röskvu sem hún elskar út af lífinu, Simbi er 14 ára chihuahua og Röskva 10 mánaða íslenskur fjárhundur. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kjarnaskógur. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Svifryk - ég hata svifryk! (Kjartan í Strumpunum) Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á Akureyri tölum við dönsku á sunnudögum, ég tala dönsku alla daga. Ég kann samt ekki dönsku. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hef ekki átt minnisstæð samskipti við lögregluna. Hvað færðu þér á pizzu? Sveppi og rauðlauk, eða döðlur og jalapeno með vegan osti. Eða bara fullt af grænmeti, þetta er aldrei eins. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli að það sé eitthvað gott handboltarokk eins og We will rock you með Queen. Gott pepp í upphitun fyrir handboltaleik, það var allavega staðreyndin í „gamla” daga. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hef ekki talið, en get tekið orminn 32 sinnum í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr með hundana. Uppáhalds brandari? Hvað kallar þú sel sem elskar sinnep? Celine Dion. Hvað er þitt draumafríi? Ég hefði ekkert á móti þriggja vikna slökun á Bali, en langar meira í 10 daga ferðalag um Vestfirði með tilheyrandi fjallgöngum og prímus hituðu kaffi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ef ég þarf að svara segi ég árið 2021 verra, varð þrítug og gat ómögulega fagnað eins og ég vildi. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson er í miklu uppáhaldi ásamt Víkingi Heiðari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert og geri margt skrýtið. Uppáhalds snakkið mitt er til dæmis hákarl beint upp úr pokanum, kjammsa ekki bara á honum á Þorranum. Vinkonum mínum finnst það stórundarlegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Unnur Ösp Stefánsdóttir - allan tímann Hundarnir Röskva og Simbi. Hefur þú verið í verbúð? Ég hef verið Á Verbúðinni í Hrísey, tók lagið og allt. Áhrifamesta kvikmyndin? Ætli það sé ekki þýska myndin Die Welle (The Wave). Áttu eftir að sakna Nágranna? Það var gott að vita af þeim þarna, sérstaklega Karl og Susan, en til að vera hreinskilin verð ég að segja nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég vann í Neskaupstað sumarið 2017, það var alveg dásamlegt, hefði ekkert á móti því að búa þar í einhvern tíma aftur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það séu ekki flest öll lögin sem ég spilaði endurtekið frá 10 til 14 ára aldurs, I want it that way með Backstreet Boys ratar reglulega á partýlagalistana, þess má geta að ég fæ sjaldan að stjórna tónlistinni í partýum - en ég reyni alltaf. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Vinstri græn Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir lista Vinstri grænna á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jana er fædd og uppalin á Akureyri og næst yngst í hópi fimm systkina. Lengst af bjó hún á Brekkunni, gekk í Brekkuskóla og útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri 2011. Þaðan fór hún í Efnafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2015 með B.Sc. gráðu. Jana er með MLM gráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún er einnig menntuð klassísk söngkona og stundaði nám við LHÍ í eitt og hálft ár. Samhliða námi var Jana virk í félagsstörfum en hún var formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ frá 2013-2014 og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum innan VG og UVG. Jana fékk snemma áhuga á stjórnmálum og hefur verið skráð í Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá 18 ára aldri. Hún er varabæjarfulltrúi VG á Akureyri sem hefur gefið góða innsýn í störf bæjarfulltrúa, setið í Umhverfis- og mannvirkjaráði og stjórn Hafnarsamlags Norðurlands á núverandi kjörtímabili. Ásamt því að vera sérstök áhugamanneskja um Alþingisrásina nýtur Jana þess að syngja, bæði einsöng og í kórum, fylgjast með íþróttum og sækja allskonar tónleika og listsýningar. Hún prjónar í frítíma, er mikil aðdáandi hlaðvarpa og hefur gaman að allskyns útivist. Jana á hundana Simba og Röskvu sem hún elskar út af lífinu, Simbi er 14 ára chihuahua og Röskva 10 mánaða íslenskur fjárhundur. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kjarnaskógur. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Svifryk - ég hata svifryk! (Kjartan í Strumpunum) Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á Akureyri tölum við dönsku á sunnudögum, ég tala dönsku alla daga. Ég kann samt ekki dönsku. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hef ekki átt minnisstæð samskipti við lögregluna. Hvað færðu þér á pizzu? Sveppi og rauðlauk, eða döðlur og jalapeno með vegan osti. Eða bara fullt af grænmeti, þetta er aldrei eins. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli að það sé eitthvað gott handboltarokk eins og We will rock you með Queen. Gott pepp í upphitun fyrir handboltaleik, það var allavega staðreyndin í „gamla” daga. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hef ekki talið, en get tekið orminn 32 sinnum í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr með hundana. Uppáhalds brandari? Hvað kallar þú sel sem elskar sinnep? Celine Dion. Hvað er þitt draumafríi? Ég hefði ekkert á móti þriggja vikna slökun á Bali, en langar meira í 10 daga ferðalag um Vestfirði með tilheyrandi fjallgöngum og prímus hituðu kaffi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ef ég þarf að svara segi ég árið 2021 verra, varð þrítug og gat ómögulega fagnað eins og ég vildi. Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson er í miklu uppáhaldi ásamt Víkingi Heiðari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert og geri margt skrýtið. Uppáhalds snakkið mitt er til dæmis hákarl beint upp úr pokanum, kjammsa ekki bara á honum á Þorranum. Vinkonum mínum finnst það stórundarlegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Unnur Ösp Stefánsdóttir - allan tímann Hundarnir Röskva og Simbi. Hefur þú verið í verbúð? Ég hef verið Á Verbúðinni í Hrísey, tók lagið og allt. Áhrifamesta kvikmyndin? Ætli það sé ekki þýska myndin Die Welle (The Wave). Áttu eftir að sakna Nágranna? Það var gott að vita af þeim þarna, sérstaklega Karl og Susan, en til að vera hreinskilin verð ég að segja nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég vann í Neskaupstað sumarið 2017, það var alveg dásamlegt, hefði ekkert á móti því að búa þar í einhvern tíma aftur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það séu ekki flest öll lögin sem ég spilaði endurtekið frá 10 til 14 ára aldurs, I want it that way með Backstreet Boys ratar reglulega á partýlagalistana, þess má geta að ég fæ sjaldan að stjórna tónlistinni í partýum - en ég reyni alltaf.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Vinstri græn Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira