Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 11:40 Norska ríkisorkufyrirtækið hefur stórgrætt á gashækkunum. Getty/STR/NurPhoto Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira