Þátttöku- og íbúalýðræði Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:46 Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun