Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 14:12 Ásgeir Ólafsson Lie (t.v.) vill að frambjóðendur og þingmaður Flokks fólksins fordæmi grein sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson (t.h.) skrifaði um Kattaframboðið og oddvita þess, Snorra Ásmundsson. Aðsend Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53