Í tilefni Hönnunarmars býður Bláa lónið uppá fræðandi og fallega sýningu á Hafnartorgi þar sem hægt er að fá innsýn inn í hönnunarheim undursins.
Vandamál heimsins hverfa
Að ganga inn á The Retreat hótelið er eins og að ganga inn í nýjan heim þar sem allt er fallegt og öll vandamál heimsins hverfa.
Arkitektarnir Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Þorsteinsson eru fólkið á bakvið þetta magnaða hótel og er sjón sögu ríkari, vægast sagt.

Skiljanlega vaknar mikil forvitni þegar maður upplifir lúxushótel af þessu tagi. Jú, eins og hvernig í fjandanum komu þau morgunverðarborðinu inní húsið?
Sýningin sýnir ýmsa ef ekki alla póla um sögu og hönnun hótelsins.

Bláa lónið skapar upplifanir ólíkt öllu öðru og gefur manni smá „zen“ í líkamann. Hluti af þeirri tilfinningu lifir á sýningunni á Hafnartorgi.
Þar fær maður til dæmis skýra mynd af því hversu mikilvægt hraunið er í upplifuninni og hversu mikið það var nýtt í útfærslu hótelsins.


HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.