Theodóra valdi einstaklega fallega verslun að sína verk sín, en speglarnir samspiluðu sér fullkomnlega í litasamsetningu búðarinnar og stemmningin á opnun sýningarinnar einstaklega hugguleg fyrir augu, eyru og lyktarskyn.
Það vakti athygli að Theodóra notar ryðfrítt stál sem yfirborðið er pússað þar til stálið nær fram kristal tærri endurspeglun og blandar svo saman með annarsskonar áferð á stálinu.





HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.