Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 12:15 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að lágvaxtatímabilið sé nú að renna sitt skeið á enda og að við taki breytt heimsmynd. Hann spáir því að síðasta hækkun stýrivaxta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01