Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 19:55 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, er harðorður í garð stjórnvalda sem ekki hafa samið við flugmenn í tvö og hálft ár. Vöktum hjá Landhelgisgæslunni er ábótavant og erfitt að manna þær, sem þarf ekki að koma á óvart að sögn Jóns Þórs. Vísir/Vilhelm „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. „Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór. Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
„Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór.
Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47